| Sf. Gutt
Robbie Fowler er fluttur heim til Englands frá Ástralíu þar sem hann hefur spilað síðustu tvö keppnistímabil. Robbie lék þar fyrst með North Queensland Fury og svo Perth Glory. Hann skoraði níu mörk í 28 leikjum á síðustu leiktíð með Perth og jafn mörg mörk fyrir Fury.
Robbie Fowler kom til Englands í mars þegar keppnistímabilinu í Ástralíu lauk. Hann taldi rétt að koma heim til Englands á þessum tímapunkti þar sem börnin hans eru að hefja skólagöngu. Hann á fjögur börn með Kerrie konu sinni.
Hann hyggst líka ljúka þjálfaranámi sínu og jafnvel fara að svipast um eftir starfi við þjálfun. Hann aðstoðaði um tíma, undir vorið, við þjálfun hjá MK Dons og Bury og eins leit hann við á æfingum varaliðsins hjá Liverpool.
Robbie hefur ítrekað sagt að hann hafi hug á að starfa við þjálfun áður en langt um líður. Það verður áhugavert að sjá hvar hann ber niður í þeim efnum.
Robbie Fowler lék á sínum tíma 369 leiki með Liverpool og skoraði 183 mörk. Hann er fimmti markahæsti leikmaður í sögu Liverpool. Robbie spilaði líka með Leeds United, Manchester City, Cardiff City og Blackburn Rovers.
TIL BAKA
Robbie fluttur heim til Englands

Robbie Fowler kom til Englands í mars þegar keppnistímabilinu í Ástralíu lauk. Hann taldi rétt að koma heim til Englands á þessum tímapunkti þar sem börnin hans eru að hefja skólagöngu. Hann á fjögur börn með Kerrie konu sinni.
Hann hyggst líka ljúka þjálfaranámi sínu og jafnvel fara að svipast um eftir starfi við þjálfun. Hann aðstoðaði um tíma, undir vorið, við þjálfun hjá MK Dons og Bury og eins leit hann við á æfingum varaliðsins hjá Liverpool.
Robbie hefur ítrekað sagt að hann hafi hug á að starfa við þjálfun áður en langt um líður. Það verður áhugavert að sjá hvar hann ber niður í þeim efnum.
Robbie Fowler lék á sínum tíma 369 leiki með Liverpool og skoraði 183 mörk. Hann er fimmti markahæsti leikmaður í sögu Liverpool. Robbie spilaði líka með Leeds United, Manchester City, Cardiff City og Blackburn Rovers.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Erfitt verkefni! -
| Sf. Gutt
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu! -
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet! -
| Sf. Gutt
Spiluðum alls ekki frábærlega -
| Sf. Gutt
Jafnt í Manchester -
| Sf. Gutt
Bestur tvo mánuði í röð!
Fréttageymslan