| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Kenneth Mathieson Dalglish mun stýra Liverpool næstu þrjú árin! Betri tíðindi hafa ekki komið frá Anfield Road á þessu ári nema þá þau sem tilkynntu um endurkomu Kenny í byrjun ársins. Stuðningsmenn Liverpool brosa út að eyrum og gleðjast í einum kór. Allt í einu hafa Rauðliðar trú á framtíðinni og vonast til þess að Kenny muni stýra Liverpool til velgengni líkt og hann gerði á síðustu öld.
 
En á Kenny Dalglish eftir að færa titla heim á Anfield? Víst er að mikið verk er óunnið áður en hægt verður að fagna titlum á nýjan leik. Staðreyndin er sú að Liverpool hefur ekki unnið titil frá því 2006 og það er orðið löngu tímabært að fagna titli og titlum aftur. En hvernig sem til tekst næstu árin þá er það á hreinu að það verður ennþá meira gaman að fagna titli með Kónginn sem framkvæmdastjóra. Það er að minnsta kosti mín skoðun og ég hlakka mikið til. Reyndar get ég ekki beðið:-)

                                                             

                                                                          
                                                                 Liverpool v Tottenham Hotspur

Hjá Liverpool vill fólk ekki að keppnistímabilið endi og liðið er að spila mjög góða knattspyrnu. Liðið er núna í fimmta sæti og tveimur stigum yfir Tottenham. Ég held að Spurs og Harry Redknapp sé nokkuð sama hvort liðið kemst í Evrópudeildina.

Um Liverpool gegnir öðru máli. Þó svo að keppnin gefi ekki mikið af sér fjárhagslega þá má græða nokkrar milljónir ef fólk mætir á leikina og það mun mæta vel. Líklega munu menn á Anfield vilja komast í Evrópukeppni, kaupa nokkra leikmenn og stefna svo á efstu fjögur sætin. Ekki er ólíklegt að unglingar verði notaðir í Evrópudeildinni. Svo lengi sem menn þykjast ekki vera að nota sterkasta liðið og plata stuðningsmennina með svoleiðis tali þá held ég að það sé allt í lagi að nota þá aðferð í keppninni. 

Spá: 2:1.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool er nú í fimmta sæti deildarinnar.

- Liverpool tryggir það sæti með sigri.

- Tottenham vann fyrri leik liðanna 2:1 í Lundúnum.
 
- Liverpool hefur skorað 13 mörk í síðustu þremur leikjum.

- Maxi Rodriguez hefur skorað sjö af þeim.

- Þeir Jose Reina og Martin Skrtel eru einu leikmenn Liverpool sem hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni.

- Dirk Kuyt er markahæstur hjá Liverpool hingað til á leiktíðinni með fimmtán mörk.

- Dirk hefur skorað í síðustu fimm leikjum Liverpool.

- Liverpool hefur náð að skora eitt eða fleiri mörk í síðustu átján deildarleikjum og hafa ekki aðrir gjört betur. 

                                                                             Síðast!Upphaflega var þessum leik frestað vegna hrets á Bretlandi. Gríðarlegt álag var á Rafael Benítez fyrir leikinn og sagan segir að hann hafi verið kominn að því að segja af sér sem framkvæmdastjóri Liverpool daginn sem leikurinn fór fram. Hann ákvað að þrauka og Liverpool herjaði fram kærkominn 2:0 sigur. Dirk Kuyt skoraði bæði mörkin og kom annað þeirra úr vítaspyrnu.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan