| Sf. Gutt

Er Jose inni í myndinni?

Ekki hefur enn verið tilkynnt um að Kenny Dalglish verði hjá Liverpool lengur en fram á vorið. Flestir telja að lengri ráðning hans sé formsatriði en sumir telja Jose Mourinho inni í myndinni sem næsta framkvæmdastjóra Liverpool.

Sú kenning er til að John Henry og aðrir forráðamenn Liverpool séu að bíða og sjá hvað verði um Jose Maurinho í lok leiktíðar. Vitað er að hann er ekki alveg sáttur við gang mála hjá Real Madrid og lífið og tilveruna á Spáni. 

Kenningin gengur út á það að verði Jose á lausu í vor muni forráðamenn Liverpool íhuga að fá hann til starfa á Anfield. Verði Portúgalinn ekki á lausu verður Kenny ráðinn eins og flestir reikna með. En Kóngurinn verður kannski ráðinn hvort sem Jose fer frá Madrid eða ekki og líklega vona flestir eða allir stuðningsmenn Liverpool að sú verði raunin.

Til gamans má geta þess að þegar Jose Maurinho yfirgaf Inter Milan í fyrrasumar könnuðum við hvort lesendur Liverpool.is vildu fá hann sem framkvæmdastjóra Liverpool. Niðurstaðan varð sú að 73% sögðu já við því, 18% vildu ekki fá Jose og 9% voru ekki viss. Alls voru greidd 526 atkvæði. Líklega er fylgi við Jose ekki jafn mikið núna. 

Tekið skal fram að hér er aðeins um sögusagnir að ræða og ekkert fast í hendi um að þessar vangaveltur eigi sér fasta stoð.

   
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan