| Heimir Eyvindarson

Við getum komist í Evrópukeppni

Raúl Meireles segir að Liverpool geti ennþá komist í Evrópukeppni. Leikmennirnir séu staðráðnir í að sigra alla fimm leikina sem eftir eru.
,,Við höfum ennþá trú á því að við getum komist í Evrópukeppni næsta vetur. Við þurfum að vísu að treysta á úrslit annarra leikja, en við munum allavega vinna alla leikina sem eftir eru. Vonandi dugar það okkur."

,,Það er góður andi í liðinu og það eru allir staðráðnir í að gera sitt besta. Við gefumst aldrei upp, það sannaðist gegn Arsenal."

Það er frábært að spila fyrir Kenny. Hann hvetur okkur alltaf til þess að spila góðan bolta og hann hefur lyft sjálfstraustinu hjá öllum. Núna trúum við því að við séum að fara að vinna þegar við göngum út á völlinn."

,,Leikurinn gegn Birmingham verður erfiður. Ég man vel eftir fyrri leiknum, það var fyrsti leikurinn minn fyrir Liverpool", segir Meireles um fyrri viðureign liðanna sem endaði með markalausu jafntefli á St. Andrews í september.

,,Annars eru engir léttir leikir í Úrvalsdeildinni. Það geta allir unnið alla og það er alltaf mikil barátta í öllum leikjum. Ef við stöndum saman og gerum okkar besta þá hef ég fulla trú á því að við getum unnið þessa fimm leiki sem eftir eru. Við byrjum á Birmingham á morgun."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan