| Sf. Gutt
Roy Hodgson var skiljanlega ánægður með sína menn eftir að W.B.A. lagði Liverpool að velli um síðustu helgi. Honum fannst sigurinn þó ekki veita sér neina hefnd eftir að hafa misst starf sitt hjá Liverpool í janúar. Roy var framkvæmdastjóri Liverpool í 191 dag.
,,Þessi sigur veitti mér enga sérstaka ánægju. Ánægjan er einungis fólgin í því að hafa náð að leggja Liverpool að velli því West Brom nær ekki oft að gera það. Ég er mjög ánægður með hvernig liðið spilaði."
Þetta var fyrsti sigur W.B.A. á Liverpool frá því 1981 en þá var Kenny Dalglish ennþá leikmaður Liverpool!
Það fór mjög vel á með þeim vinum Kenny Dalglish og Roy Hodgson fyrir leikinn. Fjölmiðlamenn reyndu mikið til að fá þá til að segja eitthvað bitastætt um verkaskipti þeirra fyrr á árinu en fengu ekkert nema hlýleg orð og gagnkvæma virðingu þeirra í garð hvors annars.
Samfundur þeirra Kenny og Roy var sögulegur því tveir framkvæmdastjórar Liverpool, á sama keppnistímabili, hafa ekki áður leitt saman hesta sína með nýjum liðum á sömu leiktíð.
TIL BAKA
Ekki nein hefnd

,,Þessi sigur veitti mér enga sérstaka ánægju. Ánægjan er einungis fólgin í því að hafa náð að leggja Liverpool að velli því West Brom nær ekki oft að gera það. Ég er mjög ánægður með hvernig liðið spilaði."
Þetta var fyrsti sigur W.B.A. á Liverpool frá því 1981 en þá var Kenny Dalglish ennþá leikmaður Liverpool!
Það fór mjög vel á með þeim vinum Kenny Dalglish og Roy Hodgson fyrir leikinn. Fjölmiðlamenn reyndu mikið til að fá þá til að segja eitthvað bitastætt um verkaskipti þeirra fyrr á árinu en fengu ekkert nema hlýleg orð og gagnkvæma virðingu þeirra í garð hvors annars.
Samfundur þeirra Kenny og Roy var sögulegur því tveir framkvæmdastjórar Liverpool, á sama keppnistímabili, hafa ekki áður leitt saman hesta sína með nýjum liðum á sömu leiktíð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan