| Heimir Eyvindarson
Kenny Dalglish segir að Roy Hodgson hafi átt sinn stuðning vísan allan tímann sem hann var í starfi framkvæmdastjóra Liverpool.
Breska pressan hamast við að fjalla um samband Roy Hodgson og Kenny Dalglish þessa dagana, til að byggja upp spennu fyrir leik WBA og Liverpool í dag, en Hodgson hefur sem kunnugt er tekið við stjórastarfinu hjá WBA.
Kenny Dalglish segist ekkert geta spáð fyrir um hvernig stuðningsmenn Liverpool, sem fjölmenna á The Hawthorns í dag, munu syngja um fyrrum stjóra sinn. Eða hvort þeir gera það.
,,Ég get ekki sagt til um hvernig okkar fólk minnist Hodgson. Ég veit bara að enginn stuðningsmaður Liverpool vill neinum neitt illt. Hvort sem það er Roy Hodgson eða einhver annar. Þeir hugsa bara um það sem er félaginu fyrir bestu. Ef félaginu vegnar vel þá eru allir glaðir."
,,Ég sóttist eftir stjórastarfinu síðast liðið sumar en fékk það ekki. Þegar það var orðið ljóst að Roy yrði framkvæmdastjóri studdi ég hann heilshugar. Ég átti ágætt samstarf við Roy meðan hann var hérna. Það vita allir sem voru hér."
,,Ég sagði þegar hann tók við, og eins þegar ég tók sjálfur við, að ég væri hérna til þess að hjálpa félaginu. Meðan ég var ekki stjóri þá fólst sú hjálp ekki síst í því að styðja við bakið á stjóranum. Hann er mikilvægasti maðurinn á svæðinu. Hver sem hann er."
TIL BAKA
Roy Hodgson hafði minn stuðning

Breska pressan hamast við að fjalla um samband Roy Hodgson og Kenny Dalglish þessa dagana, til að byggja upp spennu fyrir leik WBA og Liverpool í dag, en Hodgson hefur sem kunnugt er tekið við stjórastarfinu hjá WBA.
Kenny Dalglish segist ekkert geta spáð fyrir um hvernig stuðningsmenn Liverpool, sem fjölmenna á The Hawthorns í dag, munu syngja um fyrrum stjóra sinn. Eða hvort þeir gera það.
,,Ég get ekki sagt til um hvernig okkar fólk minnist Hodgson. Ég veit bara að enginn stuðningsmaður Liverpool vill neinum neitt illt. Hvort sem það er Roy Hodgson eða einhver annar. Þeir hugsa bara um það sem er félaginu fyrir bestu. Ef félaginu vegnar vel þá eru allir glaðir."
,,Ég sóttist eftir stjórastarfinu síðast liðið sumar en fékk það ekki. Þegar það var orðið ljóst að Roy yrði framkvæmdastjóri studdi ég hann heilshugar. Ég átti ágætt samstarf við Roy meðan hann var hérna. Það vita allir sem voru hér."
,,Ég sagði þegar hann tók við, og eins þegar ég tók sjálfur við, að ég væri hérna til þess að hjálpa félaginu. Meðan ég var ekki stjóri þá fólst sú hjálp ekki síst í því að styðja við bakið á stjóranum. Hann er mikilvægasti maðurinn á svæðinu. Hver sem hann er."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan