| Sf. Gutt
Jose Reina gat verið stoltur eftir 3:0 sigurleik Liverpool gegn Aston Villa í gærkvöldi. Jose hélt markinu hreinu og þar með var hann búinn að setja nýtt félagsmet og ekki það fyrsta frá því hann kom til Liverpool.
Metið sem Jose setti fólst í því að hann hélt marki Liverpool hreinu í 100. skipti í deildarleik. Hefur enginn markmaður í sögu Liverpool haldið markinu hreinu 100 sinnum í eins fáum leikjum. Leikurinn gegn Aston Villa var 198. deildarleikur Jose í marki Liverpool.
Goðsögnin Ray Clemence átti gamla metið sem var 217 leikir. Önnur goðsögn, Bruce Grobbelaar, náði 100 sinnum hreinu í 225 leikjum.
Þetta nýja met Jose Reina er enn eitt merki þess hversu magnaður markmaður Spánverjinn er. Staðreyndin er sú að hann er orðinn einn besti markmaður í sögu Liverpool og er þó af mörgum mögnuðum markmönnum að taka.
TIL BAKA
Félagsmet hjá Jose Reina

Metið sem Jose setti fólst í því að hann hélt marki Liverpool hreinu í 100. skipti í deildarleik. Hefur enginn markmaður í sögu Liverpool haldið markinu hreinu 100 sinnum í eins fáum leikjum. Leikurinn gegn Aston Villa var 198. deildarleikur Jose í marki Liverpool.
Goðsögnin Ray Clemence átti gamla metið sem var 217 leikir. Önnur goðsögn, Bruce Grobbelaar, náði 100 sinnum hreinu í 225 leikjum.
Þetta nýja met Jose Reina er enn eitt merki þess hversu magnaður markmaður Spánverjinn er. Staðreyndin er sú að hann er orðinn einn besti markmaður í sögu Liverpool og er þó af mörgum mögnuðum markmönnum að taka.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan