| Grétar Magnússon
Dirk Kuyt segir að stuðningsmenn Liverpool geti hlakkað til betri leiks næstkomandi fimmtudag þegar Sparta Prag mæta á Anfield í síðari leik 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar.
Leikur gærkvöldsins, á heimavelli Sparta, var afspyrnu slakur en Kuyt telur að Liverpool hafi yfirhöndina fyrir síðari leikinn.
Hann sagði í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins: ,,Maður vill alltaf vinna og við vildum gera það hér en völlurinn var erfiður og Spartverjar voru erfiðir og vörðust vel. Það mikilvægasta var að fá ekki á sig mark og við gerðum það og gerðum það vel."
,,Við sögðum fyrir leikinn að við ætluðum að halda hreinu og reyna að skora mark og við erum í frábærri stöðu. Við náðum fyrri hlutanum af því sem lagt var upp með, en jafntefli á útivelli á síðari stigum þessarar keppni er gott."
,,Við reyndum að ná inn marki en það gerðist ekki. Nú verðum við að sýna á Anfield að við erum betri en þeir. Við munum geta sýnt meira hvað í okkur býr á Anfield. Við spilum hærra upp á vellinum og leikurinn verður hraðari. Við munum sækja hraðar og ég er fullviss um að við getum unnið."
Einn af fáum ljósum punktum leiksins var sú staðreynd að Kenny Dalglish gat gefið ungu leikmönnunum Conor Coady, Raheem Sterling, John Flanagan og Jack Robinson tækifæri til að ferðast með aðalliðinu í útileik í Evrópukeppni.
Kuyt bætti við: ,,Allir vilja aðstoða þá og það er frábær reynsla að fá smjörþefinn af aðalliðinu og sjá hvernig allt gengur fyrir sig. Vonandi verða þeir allir þátttakendur í Evrópuleik í framtíðinni. Það er það sem þá alla dreymir um."
,,Þeir æfðu mjög vel með liðinu fyrir leikinn og þeir lofa allir góðu."
TIL BAKA
Við munum sýna betri leik

Leikur gærkvöldsins, á heimavelli Sparta, var afspyrnu slakur en Kuyt telur að Liverpool hafi yfirhöndina fyrir síðari leikinn.
Hann sagði í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins: ,,Maður vill alltaf vinna og við vildum gera það hér en völlurinn var erfiður og Spartverjar voru erfiðir og vörðust vel. Það mikilvægasta var að fá ekki á sig mark og við gerðum það og gerðum það vel."
,,Við sögðum fyrir leikinn að við ætluðum að halda hreinu og reyna að skora mark og við erum í frábærri stöðu. Við náðum fyrri hlutanum af því sem lagt var upp með, en jafntefli á útivelli á síðari stigum þessarar keppni er gott."
,,Við reyndum að ná inn marki en það gerðist ekki. Nú verðum við að sýna á Anfield að við erum betri en þeir. Við munum geta sýnt meira hvað í okkur býr á Anfield. Við spilum hærra upp á vellinum og leikurinn verður hraðari. Við munum sækja hraðar og ég er fullviss um að við getum unnið."
Einn af fáum ljósum punktum leiksins var sú staðreynd að Kenny Dalglish gat gefið ungu leikmönnunum Conor Coady, Raheem Sterling, John Flanagan og Jack Robinson tækifæri til að ferðast með aðalliðinu í útileik í Evrópukeppni.
Kuyt bætti við: ,,Allir vilja aðstoða þá og það er frábær reynsla að fá smjörþefinn af aðalliðinu og sjá hvernig allt gengur fyrir sig. Vonandi verða þeir allir þátttakendur í Evrópuleik í framtíðinni. Það er það sem þá alla dreymir um."
,,Þeir æfðu mjög vel með liðinu fyrir leikinn og þeir lofa allir góðu."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Dirk Kuyt að lenda -
| Sf. Gutt
Þúsund leikir! -
| Sf. Gutt
Ég þakka Guði! -
| Sf. Gutt
Síðasti leikur fyrir framan gömlu stúkuna -
| Sf. Gutt
Roberto Firmino tryggði jafntefli! -
| Sf. Gutt
Hæstur í fimm sendingaflokkum! -
| Sf. Gutt
Vildum að hann gæti verið áfram! -
| Sf. Gutt
Fjórir aðalliðsmenn á förum! -
| Sf. Gutt
Hef alltaf haft trú á mér! -
| Sf. Gutt
Öruggur útisigur
Fréttageymslan