| Sf. Gutt
Guðlaugur Victor Pálsson hefur yfirgefið Liverpool. Þetta var staðfest á Liverpoolfc.tv í dag með eftirfarandi frétt.
,,Íslenski miðjumaðurinn Victor Pálsson hefur yfirgefið Liverpool og gengið til liðs við skoska liðið Hibernian. Þessi ungi leikmaður hefur staðið sig vel í varaliðinu síðustu leiktíðir án þess að komast í aðalliðið. Liverpoolfc.tv óskar honum góðs gengis í framtíðinni."
Þetta var meðal annars haft eftir Guðlaugi á vefsíðu Hibernian í dag. ,,Um leið og ég vissi af áhuga Hibernian hafði ég mikinn áhuga á að fara til félagsins og vinna með stjóranum. Þetta eru mjög spennandi skipti fyrir mig. Ég held að skoska deildin muni henta leikstíl mínum og ég hlakka til að spila fyrir Hibernian."
Samningur Guðlaugs við Hibernian gildir út keppnistímabilið 2011/12. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverð hafi einhverjir peningar farið á milli félaganna. Hibernian er núna næst neðst tólf liða í skosku úrvalsdeildinni og hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Reynt hefur verið að styrkja liðið upp á síðkastið og er Guðlaugur fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið á skömmum tíma.
Guðlaugur kom til Liverpool í janúar 2009 frá danska liðinu AGF Arhus. Hann gerði þá samning við Liverpool sem hefði runnið út núna í sumar. Hann var fastamaður í varaliði Liverpool tvær fyrstu leiktíðir sínar en lék minna núna á þessari og var oft varamaður. Hann var tvívegis, 2009 og 2010, í sigurliði Liverpool í Bikarkeppni Liverpool borgar.
Síðasta sumar fékk Gauðlaugur úthlutað keppnisnúmeri fyrir aðalliðið þegar hann fékk treyju númer 44. Guðlaugur Victor lék aldrei opinberan leik með aðalliði Liverpool en á liðnu sumri kom hann í tvígang inn á sem varamaður í æfingaleikjum þess, fyrst gegn Grasshoppers og svo Kaiserslautern.
Við óskum Guðlaugi Victori góðs gengis hjá nýja félaginu.
TIL BAKA
Guðlaugur Victor farinn frá Liverpool

,,Íslenski miðjumaðurinn Victor Pálsson hefur yfirgefið Liverpool og gengið til liðs við skoska liðið Hibernian. Þessi ungi leikmaður hefur staðið sig vel í varaliðinu síðustu leiktíðir án þess að komast í aðalliðið. Liverpoolfc.tv óskar honum góðs gengis í framtíðinni."
Þetta var meðal annars haft eftir Guðlaugi á vefsíðu Hibernian í dag. ,,Um leið og ég vissi af áhuga Hibernian hafði ég mikinn áhuga á að fara til félagsins og vinna með stjóranum. Þetta eru mjög spennandi skipti fyrir mig. Ég held að skoska deildin muni henta leikstíl mínum og ég hlakka til að spila fyrir Hibernian."
Samningur Guðlaugs við Hibernian gildir út keppnistímabilið 2011/12. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverð hafi einhverjir peningar farið á milli félaganna. Hibernian er núna næst neðst tólf liða í skosku úrvalsdeildinni og hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Reynt hefur verið að styrkja liðið upp á síðkastið og er Guðlaugur fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið á skömmum tíma.
Guðlaugur kom til Liverpool í janúar 2009 frá danska liðinu AGF Arhus. Hann gerði þá samning við Liverpool sem hefði runnið út núna í sumar. Hann var fastamaður í varaliði Liverpool tvær fyrstu leiktíðir sínar en lék minna núna á þessari og var oft varamaður. Hann var tvívegis, 2009 og 2010, í sigurliði Liverpool í Bikarkeppni Liverpool borgar.
Síðasta sumar fékk Gauðlaugur úthlutað keppnisnúmeri fyrir aðalliðið þegar hann fékk treyju númer 44. Guðlaugur Victor lék aldrei opinberan leik með aðalliði Liverpool en á liðnu sumri kom hann í tvígang inn á sem varamaður í æfingaleikjum þess, fyrst gegn Grasshoppers og svo Kaiserslautern.
Við óskum Guðlaugi Victori góðs gengis hjá nýja félaginu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Suður í sólina! -
| Sf. Gutt
Að baula eða ekki baula? -
| Sf. Gutt
Vil vera sem lengst! -
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja sigurförina! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool!
Fréttageymslan