Kaup Liverpool á Guðlaugi Victori Pálssyni staðfest!
Nú síðdegis í dag staðfesti hin opinbera heimasíða Liverpool F.C. að Guðlaugur Victor Pálsson hafi gengið til liðs við Liverpool. Vitað var að Guðlaugur átti aðeins eftir að fara í læknisskoðun svo kaupin yrðu staðfest. Sú hefur greinilega gengið að óskum. Eftirfarandi frétt birti þessa staðfestingu.
"Liverpool hefur tilkynnt að hinn 17 ára íslenski miðjumaður Victor Palsson hafi gengið til liðs við félagið. Unglingurinn kemur til þeirra Rauðu frá danska félaginu AGF Arhus og hefur gert samning sem gildir til 30. júní 2011. Palsson, sem talinn er mjög efnilegur mun æfa með varaliðinu í umsjón Gary Ablett á Melwood."
Hin ágæta vefsíða Fotbolti.net greinir frá kaupunum á Guðlaugi í dag. Þar segir að talið sé að Liverpool muni borga AGF 50 milljónir króna fyrir Guðlaug. Það eru töluverðir peningar og hugsanlega ratar eitthvað af þeim til Íslands í svokallaðar uppeldisbætur. Guðlaugur var síðast hjá Fylki áður en hann fór til AGF. Tekið skal fram að ekkert er vitað um það í herbúðum Liverpool.is
Við óskum Guðlaugi Victori alls hins besta og vonum að honum gangi allt í haginn hjá liðinu okkar!
-
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Suður í sólina! -
| Sf. Gutt
Að baula eða ekki baula? -
| Sf. Gutt
Vil vera sem lengst! -
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja sigurförina! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool!