Minningarorð Arne Slot
Arne Slot, framkvæmdastjóri Liverpool, sendi frá sér á dögunum minningarorð um Diogo Jota. Hér má lesa hugleiðingar Arne sem eins og aðrir syrgja fallinn félaga.
,,Hvað getur maður sagt? Hvað getur einhver sagt á svona stundu þegar áfallið og sárskaukinn nísta? Ég vildi óska að ég ætti einhver orð en ég veit að ég á engin orð."
,,Innra með mér ber ég tilfinningar sem fjöldi fólks deilir um mann og knattspyrnumann sem okkur þótti svo undur vænt um. Eins um fjölskyldu sem okkur þykir sérlega vænt um. Fyrstu hugsanir mínar eru ekki hugsanir framkvæmdastjóra knattspyrnuliðs. Þær eru hugsanir föður, sonar, bróður, frænda til fjölskyldu Diogo og Andre Silva sem hafa orðið fyrir svona ólýsanlegum missi. Skilaboð mín til þeirra eru einföld. Þið verðið aldrei ein á ferð. Leikmenn, starfslið, stuðningsmenn Liverpool Football Club verða öll að baki ykkar. Sama má segja, eftir því sem ég hef upplifað í dag, um knattspyrnufjölskylduna í heild. Þetta eru ekki bara viðbrögð við harmleik. Þetta sýnir líka viðbrögð til þeirra sem í hlut eiga. Væntumþykju í þeirra garð og virðingu fyrir piltunum sem einstaklingum og eins fyrir fjölskyldu þeirra."
,,Áfallið fyrir okkur öll hjá félaginu er ólýsanlegt. Diogo var ekki bara leikmaður í okkar röðum. Okkur þótti öllum sérstaklega vænt um hann. Hann var liðsfélagi, félagi, samherji í liðinu og í öllum þessum hlutverkum var hann einstakur.Ég gæti sagt svo margt um hvað hann gaf liðinu okkar. En sannleikurinn er sá að allir sem sáu hann spila sáu kosti hans. Hann var duglegur, fullur eldmóðs, staðfastur, hæfileikaríkur og skoraði mörk. Allt kostir sem leikmaður Liverpool þarf að hafa."
,,Hann hafði líka ýmislegt til að bera sem ekki allir vissu um. Hann sóttist ekki eftir vinsældum en hlaut vinsældir. Hann var ekki vinur eins eða tveggja. Hann var vinur allra. Góð nærvera hans olli því að öðrum leið vel nærri honum. Svo þótti honum sérstaklega vænt um fjölskylduna sína."
,,Síðast þegar ég heyrði í honum óskaði ég Diogo til hamingju með sigurinn í Þjóðadeildinni og óskaði honum allra heilla á brúðkaupsdaginn sem var stutt undan. Á margan hátt var þetta draumasumar fyrir Diogo og fjölskylduna hans. Þess vegna er svo hræðilegt að allt skyldi enda svona."
,,Ég votta Rute, eiginkonu Diogo, fallegu börnunum þeirra þremur svo og foreldrum Diogo og Andre Silva mína dýpstu samúð. Þegar rétti tíminn kemur munum við heiðra minningu Diogo Jota. Við munum minnast markanna hans og syngja sönginn um hann. En að sinni munum við minnast þessa einstaka manns og sygja hann. Hann mun aldrei gleymast."
,,Hann heitir Diogo." "His name is Diogo."
Hér er minningargreinin í heild sinni.
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool