| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Fernando vill fara!
Fernando Torres hefur lagt fram skriflega beiðni um að verða settur á sölulista. Liverpool hefur hafnað beiðninni.
Liverpool hefur staðfest að Torres hafi í símtali í gær beðið formlega um að fá að fara frá félaginu. Torres mun jafnframt hafa beðið forráðamenn Liverpool um að setja sig í samband við Chelsea til að freista þess að ná samkomulagi við Lundúnaliðið áður en janúarglugginn lokast.
Liverpool hafnaði beiðni Torres og minnti hann um leið á hann væri á langtímasamningi hjá félaginu og hefði skyldum að gegna. Félagið ætlaðist því til þess að Torrres sýndi félaginu og stuðningsmönnum þess þá virðingu að uppfylla þær skyldur.
Torres er væntanlegur á æfingu á Melwood á sunnudaginn, en hann fékk að fara í þriggja daga frí heim til Spánar. Enskir fjölmiðlar búast við því að mál Fernando verði jafnvel komin á hreint fyrir þann tíma þar sem Chelsea muni ekki sitja með hendur í skauti þá örfáu daga sem eftir eru af janúarglugganum.
Chelsea hefur nú þegar boðið 35 milljónir punda í Torres, en því boði hefur Liverpool hafnað. Enskum miðlum ber ekki saman um hvert næsta boð Lundúnaliðsins verður en fullyrt er að klásúla sé í samningi Torres um að hann megi fara frá Liverpool fyrir 50 milljónir sterlingspunda. Það ákvæði mun hins vegar ekki verða virkti fyrr en að loknu þessu tímabili þar sem það tekur ekki gildi nema Liverpool lendi neðar en í fjórða sæti.
Í dag mun Luis Suarez væntanlega skrifa undir samning við Liverpool til ársins 2016. Það er því allt útlit fyrir að nóg verði að gera á skrifstofu Liverpool það sem eftir lifir mánaðarins.
Liverpool hefur staðfest að Torres hafi í símtali í gær beðið formlega um að fá að fara frá félaginu. Torres mun jafnframt hafa beðið forráðamenn Liverpool um að setja sig í samband við Chelsea til að freista þess að ná samkomulagi við Lundúnaliðið áður en janúarglugginn lokast.
Liverpool hafnaði beiðni Torres og minnti hann um leið á hann væri á langtímasamningi hjá félaginu og hefði skyldum að gegna. Félagið ætlaðist því til þess að Torrres sýndi félaginu og stuðningsmönnum þess þá virðingu að uppfylla þær skyldur.
Torres er væntanlegur á æfingu á Melwood á sunnudaginn, en hann fékk að fara í þriggja daga frí heim til Spánar. Enskir fjölmiðlar búast við því að mál Fernando verði jafnvel komin á hreint fyrir þann tíma þar sem Chelsea muni ekki sitja með hendur í skauti þá örfáu daga sem eftir eru af janúarglugganum.
Chelsea hefur nú þegar boðið 35 milljónir punda í Torres, en því boði hefur Liverpool hafnað. Enskum miðlum ber ekki saman um hvert næsta boð Lundúnaliðsins verður en fullyrt er að klásúla sé í samningi Torres um að hann megi fara frá Liverpool fyrir 50 milljónir sterlingspunda. Það ákvæði mun hins vegar ekki verða virkti fyrr en að loknu þessu tímabili þar sem það tekur ekki gildi nema Liverpool lendi neðar en í fjórða sæti.
Í dag mun Luis Suarez væntanlega skrifa undir samning við Liverpool til ársins 2016. Það er því allt útlit fyrir að nóg verði að gera á skrifstofu Liverpool það sem eftir lifir mánaðarins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield!
Fréttageymslan