Babel til Hoffenheim eftir allt!
Ryan Babel hefur samþykkt að ganga til liðs við Hoffenheim, þetta var tilkynnt seinnipartinn í gær.
Babel flýgur til Þýskalands í dag til að ganga frá samningi við þýska félagið. Hjá Hoffenheim hittir Babel fyrir Gylfa Sigurðsson.
Allt leit út fyrir að Babel myndi ekki fara frá félaginu í janúar og í gærdag bárust fréttir af því að Kenny Dalglish hafi sagt að Hollendingurinn væri ekki á förum. Annað kom svo í ljós þegar leið á daginn. Tilboð í Babel var samþykkt fyrir viku síðan og því má kannski segja að söluferlið hafi tekið óvenju langan tíma.
Babel spilaði alls 145 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 22 mörk. Stuðningsmenn minnast hans helst fyrir vasklega framgöngu gegn Arsenal í Meistaradeildinni en hann fiskaði vítaspyrnu og skoraði lokamarkið í 4:2 sigri á Anfield sem kom liðinu í undanúrslit keppninnar það árið. Hann skoraði einnig sigurmarkið 2:1 gegn Manchester United á Anfield í september 2008.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum