| Sf. Gutt
TIL BAKA
Baráttusigur í byrjun árs!
Liverpool hóf nýtt ár með síðbúnum baráttusigri. Liðsmenn hristu af sér slenið eftir hörmungina gegn Úlfunum og náðu að merja 2:1 sigur á Bolton á Anfield Road. Vonandi boðar þessi sigur einhvern bata á nýja árinu.
Það er ekki bjart yfir Anfield Road á þessum nýársdegi. Bæði var nú veður þungbúið en hin hörmulegi leikur gegn Wolves lá enn eins og mara yfir öllu. Hvert einasta spjót hafði staðið á Roy Hodgson og leikmönnum hans frá þeim leik og það mátti alveg finna þessa tilfinningu í gegnum sjónvarpið.
Roy breytti liðinu svo sem ekki mikið frá því í leiknum gegn Wolves en Daniel Agger kom inn í fyrsta sinn frá því göngur og réttir stóðu yfir. Steven Gerrard var settur á bekkinn en hann var mjög þreytulegur í leiknum slæma. Leikurinn hófst rólega en það mátti þó heyra meira frá áhorfendum en í síðasta leik. Kannski voru þeir að sýna Roy, sem hafði gagnrýnt þá en svo afsakað sig, að eitthvað líf var eftir í þeim. Á upphafskafla leiksins fékk Fernando Torres nokkra hvatningu og hann þurfti svo sannarlega á henni að halda.
Maxi Rodriguez fékk fyrsta færi leiksins á 18. mínútu. Fernando sendi þá fyrir markið frá hægri á fjærstöng og Maxi kom boltanum framhjá Jussi Jaaskelainen en varnarmaður bjragði málið uppi við markið. Gestirnir voru ekki í neinum uppgjafarhug og nokkrum mínútum seinna átti Matthew Taylor gott skot úr aukaspyrnu en boltinn fór í hliðarnetið.
Rétt á eftir kom Steven Gerrard til leiks eftir að Raul Meireles fór út af vegna meiðsla sem hann varð fyrir eftir að hafa sparkað einn leikmann Bolton niður! Fyrirliðinn var snöggur að láta til sín taka og nú könnuðust menn við hann. Á 32. mínútu náði Liverpool góðri sókn. Boltinn gekk milli manna og það endaði með því að Dirk Kuyt sendi háa fyrirgjöf yfir á fjærstöng frá hægri. Maxi skallaði boltann yfir Jussi og allt leit út fyrir mark en því miður datt boltinn ofan á slána og fór af henni yfir.
Liverpool lenti undir þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Matthew tók aukaspyrnu frá hægri sem rataði yfir beint á höfuðið á Kevin Davies sem skallaði í mark óvaldaður af stuttu færi. Það mátti sjá þyrma yfir alla Rauðliða við markið en það hafði næstum náð að jafna leikinn fyrir hálfleik. Að minnsta ksoti var færið nógu gott. Eftir aukaspyrnu frá vinstri fékk Lucas Leiva boltann fyrir opnu marki en á einhvern óskiljanlegan hátt náði hann ekki að stýra honum í markið. Segja má að hann hafi flækt sig í boltanum. Það var sannarlega ekki mikil áramótagleði yfir mönnum þegar flautað var til leikhlés!
Það var baráttuhugur í mönnum í síðari hálfleik, Liverpool fékk óskabyrjun og staðan var orðin jöfn eftir fjórar mínútur. Steven fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Bolton. Hann lék aðeins fram og lyfti svo boltanum inn á vítateiginn þar sem Fernando Torres kom og skoraði með viðstöðulausu skoti fyrir miðju marki. Vel gert hjá Spánverjanum og honum var greinilega mjög létt en flest hafði verið honum í mót fram að þessu í leiknum.
Eftir þetta góða mark hafði Liverpool öll tök á leiknum. Fimm mínútum seinna náði Liverpool hraðri sókn og Fernando fékk boltann vinstra megin. Hann lék inn í vítateiginn en skot hans fór rétt framhjá fjærstönginni. Á 65. mínútu gerði Liverpool harða hríð að marki Bolton. Maxi komst í gott færi en varnarmaður komst fyrir skotið. Boltinn hrökk út í teig og þar kom Steven æðandi en Jussi varði skot hans. Í kjölfarið fór boltinn í hönd liggjandi varnarmanns en ekkert var dæmt. Seinna í leiknum handlék Lucas boltann svo það jafnaði sig út.
Á 78. mínútu ógnuðu gestirnir í fyrsta sinn í hálfleiknum. Mark Davies fékk boltann rétt utan teigs eftir skyndisókn en Jose Reina varði fast skot hans. Síðustu tíu mínúturnar reyndi Liverpool allt til að ná sigurmarkinu. Á 81. mínútu fékk Liverpool horn. Boltinn barst út fyrir vítateiginn á Steven en skot hans fór rétt framhjá. Rétt á eftir kom Joe Cole til leiks og hann átti eftir að skipta sköpum.
Þegar tvær mínútur voru eftir gerði Glen Johnson sig sekan um herfileg mistök. Hann sendi boltann beint á Ivan Klasnic sem skot að marki frá vítateig en sem betur fer fór boltinn beint á Jose. Þar hefði getað farið illa! Stuttu seinna fékk Steven boltann rétt utan teigs. Hann skaut að sjálfsögðu en varnarmaður bjargaði. Fyrirliðinn fékk boltann aftur en nú fór skot hans hárfínt framhjá.
Þetta virtist ekki ætla að hafst hjá Liverpool þrátt fyrir að menn væru að leggja sig alla fram. Það hafðist þó þegar komið var fram í viðbótartíma. Enn var Steven á ferðinni. Nú sendi hann fyrir markið frá hægri. Maxi reyndi að ná til boltans inni á markteignum en varnarmaður var á undan honum. Boltinn hrökk þó af honum í átt að markinu og alveg á marklínunni stýrði Joe Cole boltanum í markið! Mikið var fagnað innan vallar sem utan enda alveg nauðsynlegt að ná sigri. Kannski var Joe, sem ekkert sást nema þagar hann skoraði, rangstæður en sem betur fer var ekki gerð athugasemd við staðsetningu hans! Það var ekki allt búið enn og Ivan náði skot sem Jose varði af öryggi en Liverpool hafði sigur og það var eins gott fyrir alla!
Þó dimmviðrið væri enn jafn mikið og fyrir leik þá var heldur bjartara yfir öllu eftir þetta sigurmark Joe Cole. Kannski á eitthvað eftir að birta til á þessu nýja ári. Við vonum það og bæði er rétt og skylt að sýna svolitla bjartsýni á nýársdegi!
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger (Kyrgiakos 89. mín.), Aurelio, Kuyt, Leiva, Meireles (Gerrard 21. mín.), Rodriguez, Torres og Ngog (Cole 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Kyrgiakos, Babel, Poulsen og Kelly.
Mörk Liverpool: Fernando Torres (49. mín) og Joe Cole (90. mín.).
Gul spjöld: Fabio Aurelio og Lucas Leiva.
Bolton Wanderes: Jaaskelainen, Ricketts, Cahill, Knight, Alonso, Moreno (Klasnic 70. mín.), M. Davies, Muamba, Taylor (Petrov 82. mín.), Elmander og K. Davies. Subs: Bogdan og Blake.
Mark Bolton: Kevin Davies (43. mín.).
Gul spjöld: Marcos Alonso og Matthew Taylor.
Áhorfendur á Anfield Road: 35.400.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn kom til leiks rétt fyrir miðjan fyrri hálfleiks. Hann tók strax við að draga liðsmenn sína áfram og var mjög sterkur. Hann lagði upp fyrra markið og átti stóran þátt í hinu kærkomna sigurmarki. Það verður mikilvægt að fá Steven í gang og vonandi nær hann að láta til sín taka það sem eftir er leiktíðar.
Roy Hodgson: Ég er mjög stoltur af leik liðsins og enn frekar vegna þess að við náðum verðskulduðu sigurmarki. Við rifum rækilega upp eftir leikinn á miðvikudaginn. Í dag mættum við aftur til leiks af krafti.
Fróðleikur
- Liverpool hóf nýtt ár með sigri.
- Liverpool hefur ekki verið í verri stöðu í deildinni við áramót frá því á leiktíðinni 1953/54. Þá leiktíð féll liðið úr efstu deild.
- Fernando Torres skoraði sitt sjötta mark á keppnistímabilinu.
- Joe Cole skoraði í annað sinn fyrir Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Það er ekki bjart yfir Anfield Road á þessum nýársdegi. Bæði var nú veður þungbúið en hin hörmulegi leikur gegn Wolves lá enn eins og mara yfir öllu. Hvert einasta spjót hafði staðið á Roy Hodgson og leikmönnum hans frá þeim leik og það mátti alveg finna þessa tilfinningu í gegnum sjónvarpið.
Roy breytti liðinu svo sem ekki mikið frá því í leiknum gegn Wolves en Daniel Agger kom inn í fyrsta sinn frá því göngur og réttir stóðu yfir. Steven Gerrard var settur á bekkinn en hann var mjög þreytulegur í leiknum slæma. Leikurinn hófst rólega en það mátti þó heyra meira frá áhorfendum en í síðasta leik. Kannski voru þeir að sýna Roy, sem hafði gagnrýnt þá en svo afsakað sig, að eitthvað líf var eftir í þeim. Á upphafskafla leiksins fékk Fernando Torres nokkra hvatningu og hann þurfti svo sannarlega á henni að halda.
Maxi Rodriguez fékk fyrsta færi leiksins á 18. mínútu. Fernando sendi þá fyrir markið frá hægri á fjærstöng og Maxi kom boltanum framhjá Jussi Jaaskelainen en varnarmaður bjragði málið uppi við markið. Gestirnir voru ekki í neinum uppgjafarhug og nokkrum mínútum seinna átti Matthew Taylor gott skot úr aukaspyrnu en boltinn fór í hliðarnetið.
Rétt á eftir kom Steven Gerrard til leiks eftir að Raul Meireles fór út af vegna meiðsla sem hann varð fyrir eftir að hafa sparkað einn leikmann Bolton niður! Fyrirliðinn var snöggur að láta til sín taka og nú könnuðust menn við hann. Á 32. mínútu náði Liverpool góðri sókn. Boltinn gekk milli manna og það endaði með því að Dirk Kuyt sendi háa fyrirgjöf yfir á fjærstöng frá hægri. Maxi skallaði boltann yfir Jussi og allt leit út fyrir mark en því miður datt boltinn ofan á slána og fór af henni yfir.
Liverpool lenti undir þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Matthew tók aukaspyrnu frá hægri sem rataði yfir beint á höfuðið á Kevin Davies sem skallaði í mark óvaldaður af stuttu færi. Það mátti sjá þyrma yfir alla Rauðliða við markið en það hafði næstum náð að jafna leikinn fyrir hálfleik. Að minnsta ksoti var færið nógu gott. Eftir aukaspyrnu frá vinstri fékk Lucas Leiva boltann fyrir opnu marki en á einhvern óskiljanlegan hátt náði hann ekki að stýra honum í markið. Segja má að hann hafi flækt sig í boltanum. Það var sannarlega ekki mikil áramótagleði yfir mönnum þegar flautað var til leikhlés!
Það var baráttuhugur í mönnum í síðari hálfleik, Liverpool fékk óskabyrjun og staðan var orðin jöfn eftir fjórar mínútur. Steven fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Bolton. Hann lék aðeins fram og lyfti svo boltanum inn á vítateiginn þar sem Fernando Torres kom og skoraði með viðstöðulausu skoti fyrir miðju marki. Vel gert hjá Spánverjanum og honum var greinilega mjög létt en flest hafði verið honum í mót fram að þessu í leiknum.
Eftir þetta góða mark hafði Liverpool öll tök á leiknum. Fimm mínútum seinna náði Liverpool hraðri sókn og Fernando fékk boltann vinstra megin. Hann lék inn í vítateiginn en skot hans fór rétt framhjá fjærstönginni. Á 65. mínútu gerði Liverpool harða hríð að marki Bolton. Maxi komst í gott færi en varnarmaður komst fyrir skotið. Boltinn hrökk út í teig og þar kom Steven æðandi en Jussi varði skot hans. Í kjölfarið fór boltinn í hönd liggjandi varnarmanns en ekkert var dæmt. Seinna í leiknum handlék Lucas boltann svo það jafnaði sig út.
Á 78. mínútu ógnuðu gestirnir í fyrsta sinn í hálfleiknum. Mark Davies fékk boltann rétt utan teigs eftir skyndisókn en Jose Reina varði fast skot hans. Síðustu tíu mínúturnar reyndi Liverpool allt til að ná sigurmarkinu. Á 81. mínútu fékk Liverpool horn. Boltinn barst út fyrir vítateiginn á Steven en skot hans fór rétt framhjá. Rétt á eftir kom Joe Cole til leiks og hann átti eftir að skipta sköpum.
Þegar tvær mínútur voru eftir gerði Glen Johnson sig sekan um herfileg mistök. Hann sendi boltann beint á Ivan Klasnic sem skot að marki frá vítateig en sem betur fer fór boltinn beint á Jose. Þar hefði getað farið illa! Stuttu seinna fékk Steven boltann rétt utan teigs. Hann skaut að sjálfsögðu en varnarmaður bjargaði. Fyrirliðinn fékk boltann aftur en nú fór skot hans hárfínt framhjá.
Þetta virtist ekki ætla að hafst hjá Liverpool þrátt fyrir að menn væru að leggja sig alla fram. Það hafðist þó þegar komið var fram í viðbótartíma. Enn var Steven á ferðinni. Nú sendi hann fyrir markið frá hægri. Maxi reyndi að ná til boltans inni á markteignum en varnarmaður var á undan honum. Boltinn hrökk þó af honum í átt að markinu og alveg á marklínunni stýrði Joe Cole boltanum í markið! Mikið var fagnað innan vallar sem utan enda alveg nauðsynlegt að ná sigri. Kannski var Joe, sem ekkert sást nema þagar hann skoraði, rangstæður en sem betur fer var ekki gerð athugasemd við staðsetningu hans! Það var ekki allt búið enn og Ivan náði skot sem Jose varði af öryggi en Liverpool hafði sigur og það var eins gott fyrir alla!
Þó dimmviðrið væri enn jafn mikið og fyrir leik þá var heldur bjartara yfir öllu eftir þetta sigurmark Joe Cole. Kannski á eitthvað eftir að birta til á þessu nýja ári. Við vonum það og bæði er rétt og skylt að sýna svolitla bjartsýni á nýársdegi!
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger (Kyrgiakos 89. mín.), Aurelio, Kuyt, Leiva, Meireles (Gerrard 21. mín.), Rodriguez, Torres og Ngog (Cole 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Kyrgiakos, Babel, Poulsen og Kelly.
Mörk Liverpool: Fernando Torres (49. mín) og Joe Cole (90. mín.).
Gul spjöld: Fabio Aurelio og Lucas Leiva.
Bolton Wanderes: Jaaskelainen, Ricketts, Cahill, Knight, Alonso, Moreno (Klasnic 70. mín.), M. Davies, Muamba, Taylor (Petrov 82. mín.), Elmander og K. Davies. Subs: Bogdan og Blake.
Mark Bolton: Kevin Davies (43. mín.).
Gul spjöld: Marcos Alonso og Matthew Taylor.
Áhorfendur á Anfield Road: 35.400.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn kom til leiks rétt fyrir miðjan fyrri hálfleiks. Hann tók strax við að draga liðsmenn sína áfram og var mjög sterkur. Hann lagði upp fyrra markið og átti stóran þátt í hinu kærkomna sigurmarki. Það verður mikilvægt að fá Steven í gang og vonandi nær hann að láta til sín taka það sem eftir er leiktíðar.
Roy Hodgson: Ég er mjög stoltur af leik liðsins og enn frekar vegna þess að við náðum verðskulduðu sigurmarki. Við rifum rækilega upp eftir leikinn á miðvikudaginn. Í dag mættum við aftur til leiks af krafti.
Fróðleikur
- Liverpool hóf nýtt ár með sigri.
- Liverpool hefur ekki verið í verri stöðu í deildinni við áramót frá því á leiktíðinni 1953/54. Þá leiktíð féll liðið úr efstu deild.
- Fernando Torres skoraði sitt sjötta mark á keppnistímabilinu.
- Joe Cole skoraði í annað sinn fyrir Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan