| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Gerrard hugsanlega með á laugardaginn
Roy Hodgson er vongóður um að Steven Gerrard verði orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Fulham á laugardaginn.
Eins og menn mjuna meiddist Gerrard illa í leik Englendinga og Frakka þann 17. nóvember s.l. Gerrard hefur misst af síðustu fimm leikjum Liverpool vegna meiðslanna og mun örugglega ekki verða notaður gegn Utrecht á morgun, enda verða flestir ef ekki allir lykilmenn liðsins hvíldir þá. Roy Hodgson bindur hinsvegar vonir við að geta notið krafta fyrirliðans á laugardaginn, þegar fyrrum lærisveinar Hodgsons í Fulham mæta á Anfield.
,,Steven hefur lagt hart að sér undir stjórn sjúkraþjálfara og lækna félagsins og hann er á góðu róli. Það gæti jafnvel farið svo að hann næði að æfa með liðinu í dag. Ef hann nær að æfa af fullum krafti með okkur í vikunni þá á ég allt eins von á því að hann verði með á laugardaginn."
,,Við æfum í dag og ég vona að hann geti verið eitthvað með okkur. Á morgun er leikur þannig að það verður æfingafrí þá. Síðan er æfing á fimmtudaginn og ef hann getur tekið fullan þátt í henni þá verður hann í hópnum. Við vonum það besta, en það verður alltaf að fara varlega þegar menn koma til baka eftir meiðsli. Það er ekkert betra að fara of snemma af stað."

Eins og menn mjuna meiddist Gerrard illa í leik Englendinga og Frakka þann 17. nóvember s.l. Gerrard hefur misst af síðustu fimm leikjum Liverpool vegna meiðslanna og mun örugglega ekki verða notaður gegn Utrecht á morgun, enda verða flestir ef ekki allir lykilmenn liðsins hvíldir þá. Roy Hodgson bindur hinsvegar vonir við að geta notið krafta fyrirliðans á laugardaginn, þegar fyrrum lærisveinar Hodgsons í Fulham mæta á Anfield.
,,Steven hefur lagt hart að sér undir stjórn sjúkraþjálfara og lækna félagsins og hann er á góðu róli. Það gæti jafnvel farið svo að hann næði að æfa með liðinu í dag. Ef hann nær að æfa af fullum krafti með okkur í vikunni þá á ég allt eins von á því að hann verði með á laugardaginn."
,,Við æfum í dag og ég vona að hann geti verið eitthvað með okkur. Á morgun er leikur þannig að það verður æfingafrí þá. Síðan er æfing á fimmtudaginn og ef hann getur tekið fullan þátt í henni þá verður hann í hópnum. Við vonum það besta, en það verður alltaf að fara varlega þegar menn koma til baka eftir meiðsli. Það er ekkert betra að fara of snemma af stað."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands
Fréttageymslan