| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool hamraði Hamrana!
Liverpool lék vel og vann léttan 3:0 sigur á botnliði West Ham United undir kvöldið. Sigurinn hefði getað verið miklu stærri ef mið er tekið af yfirburðum Rauða hersins. Liverpool er nú komið í efri hluta deildarinnar!
Liverpool hóf leikinn af krafti og strax á fyrstu mínútu æddi Glen Johnson inn í vítateig og sendi fyrir en Robert Green sló boltann í horn. Þetta var fyrsta af mörgum vel unnum verkum markmanns gestanna í þessum leik. Rétt á eftir tók David Ngog góða rispu upp að teignum sem endaði með föstu skoti sem stefndi neðst í hornið en Robert varði vel.
Á 10. mínútu var David, sem átti góðan leik, aftur á ferðinni. Hann lék framhjá mönnum og sendi svo á Fernando en skot hans frá vítateig fór framhjá. Leikmenn West Ham komu varla við boltann á upphafskaflanum enda góður hraði á leikmönnum Liverpool og spilið hratt.
Á 18. mínútu fékk Liverpool horn eftir að Robert sló fast skot Raul Meireles yfir. Raul var geysilega öflugur á miðjunni hjá Liverpool enda er hann lang sterkastur þar en ekki úti á kanti eins og hann hefur oft leikið. Raul tók hornið sem var frá hægri. Boltinn datt niður í miðjum teig og þar var Glen Johnson sneggstur að átta sig, lagði boltann fyrir sig og skoraði með öruggu skoti. Vel gert hjá bakverðinum sem var greinilega ákveðinn í að reka slyðruorðið af sér eftir slaka framgöngu sem kallaði á gagnrýni Roy Hodgson um daginn.
Á 23. mínútu tók Glen enn eina rispuna upp kantinn og sendi fyrir á Fernando en hann hitti boltann illa í upplögðu færi. Á 27. mínútu fékk Fernando boltann rétt við vítateiginn. Hann lék inn í teiginn og reyndi og lyfta boltanum framhjá Danny Gabbidon. Það kom fát á Veilsverjann sem handlék boltann með báðum höndum og dómarinn dæmdi að sjálfsögðu vítaspyrnu. Dirk Kuyt tók vítið og skoraði með föstu skoti á mitt markið! Eftir leik kom í ljós að Dirk hafði í skoti sínu fylgt ráðleggingum Steven Gerrard sem fylgdist með úr stúkunni. Voru báðir brosandi út að eyrum með árangurinn!
Það var ekki fyrr en á 36. mínútu sem West Ham ógnaði marki Liverpool. Carlton Cole fékk þá gott tækifæri eftir fyrirgjöf en skalli hans fór beint í fangið á Jose Reina sem hafði það náðugt í markinu að þessu sinni. Tveimur mínútum seinna gerði Liverpool út um leikinn hafi verið einhver vafi á hvernig hann færi.
Fernando átti þá skot úr þröngu færi sem Robert bjargaði með fótunum. Hann hélt ekki boltanum sem hrökk út á vinstri kant á Paul Konchesky. Hann sendi hárnákvæma sendingu á höfuðið á Maxi Rodriguez og hann skallaði auðveldlega í markið út við stöng. Góður skalli hjá Maxi en hann þurfti ekki að hafa mikið fyrir markinu þar sem hann var einn og óvaldaður. Gestirnir gátu þakkað sínum sæla að vera ekki tveimur eða þremur fleiri mörkum undir þegar flautað var til leikhlés.
Síðari hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrri. Leikmenn Liverpool slökuðu á en maður hefði nú haldið að þeir hefðu átt að láta kné fylgja kviði gegn slökum mótherjum til að laga markatöluna sem er ennþá óhagstæð og það komið fram undir jólaföstu. Fimm mínútum eftir leikhlé hefði Fernando aftur átt að fá víti þegar skot hans fór, líkt og í fyrri hálfleik, fór í hendina á Danny. Ekkert var þó dæmt að þessu sinni. Fátt gerðist markvert þar til á 68. mínútu. Maxi komst þá inn í vítateiginn vinstra megin og lyfti boltanum framhjá Robert en hann smaug framhjá fjærstönginni.
Fjórum mínútum síðar átti Fernando fallegt skot utan teigs, eftir að hafa snúið varnarmann snaggaralega af sér, sem Robert varði meistaralega í þverslá. Boltinn hrökk út, sóknin hélt áfram og Christian Poulsen fékk boltann vel utan vítateigs. Daninn, sem lék vel, þrykkti að marki og boltinn stefndi upp í hornið en Robert var aftur mættur og varði með því að slá boltann framhjá stönginni í horn. Eftir þetta fjaraði leikurinn smá saman út. Það var helst að varamaðurinn Fabio Aurelio, sem lék sinn fyrsta leik í langan tíma, væri nærgöngull við mark West Ham. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk hann fínt færi eftir fyrirgjöf Ryan Babel frá hægri en skalli hans hitti ekki markið. Öruggur og góður sigur Liverpool var tryggður strax í fyrri hálfleik en nú þarf liðið að fara að ná einhverjum sigrum á útivöllum!
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Konchesky, Kuyt, Meireles (Shelvey 83. mín.), Poulsen, Maxi, Torres (Babel 84. mín.) og Ngog (Aurelio 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Kyrgiakos, Kelly og Eccleston.
Mörk Liverpool: Glenn Johnson (18. mín.), Dirk Kuyt, víti, (27. mín.) og Maxi Rodriguez (38. mín.).
West Ham United: Green, Jacobsen, Gabbidon, Upson, Ilunga (Tomkins 76. mín.), Piquionne, Noble, Kovac, Boa Morte, Obinna (Barrera 46. mín.) og Cole (McCarthy 69. mín.). Ónotaðir varamenn: Stech, Reid, Spector og Nouble.
Gult spjald: Mark Noble.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.024.
Maður leiksins: Maxi Rodriguez. Argentínumaðurinn átti mjög góðan leik og skoraði mark. Maxi hélt líka áfram í síðari hálfleik að herja á Hamrana og reyna að bæta við marki. Maxi hefur ekki allt virst nógu sterkur til þess að leika í ensku knattspyrnunni en hann naut sín í þessum leik.
Roy Hogdson: Það var mikilvægt að vinna og mér fannst við gera það með nokkrum tilþrifum. Við náðum þeim þremur stigum sem við þurftum og við gerðum það með því að bæði spila vel og sýna mikla fagmennsku.
Fróðleikur.
- Jamie Carragher lék sinn 650. leik á ferli sínum með Liverpool.
- Glen Johnson skoraði í fyrsta sinn á þessu keppnistímabili.
- Dirk Kuyt skoraði þriðja markið sitt.
- Maxi Rodriguez skoraði annað mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var þriðja mark hans fyrir Liverpool en það fyrsta á Anfield Road.
- Þegar liðin mættust á sama stað á síðustu leiktíð urðu úrslitin nákvæmlega þau sömu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Liverpool hóf leikinn af krafti og strax á fyrstu mínútu æddi Glen Johnson inn í vítateig og sendi fyrir en Robert Green sló boltann í horn. Þetta var fyrsta af mörgum vel unnum verkum markmanns gestanna í þessum leik. Rétt á eftir tók David Ngog góða rispu upp að teignum sem endaði með föstu skoti sem stefndi neðst í hornið en Robert varði vel.
Á 10. mínútu var David, sem átti góðan leik, aftur á ferðinni. Hann lék framhjá mönnum og sendi svo á Fernando en skot hans frá vítateig fór framhjá. Leikmenn West Ham komu varla við boltann á upphafskaflanum enda góður hraði á leikmönnum Liverpool og spilið hratt.
Á 18. mínútu fékk Liverpool horn eftir að Robert sló fast skot Raul Meireles yfir. Raul var geysilega öflugur á miðjunni hjá Liverpool enda er hann lang sterkastur þar en ekki úti á kanti eins og hann hefur oft leikið. Raul tók hornið sem var frá hægri. Boltinn datt niður í miðjum teig og þar var Glen Johnson sneggstur að átta sig, lagði boltann fyrir sig og skoraði með öruggu skoti. Vel gert hjá bakverðinum sem var greinilega ákveðinn í að reka slyðruorðið af sér eftir slaka framgöngu sem kallaði á gagnrýni Roy Hodgson um daginn.
Á 23. mínútu tók Glen enn eina rispuna upp kantinn og sendi fyrir á Fernando en hann hitti boltann illa í upplögðu færi. Á 27. mínútu fékk Fernando boltann rétt við vítateiginn. Hann lék inn í teiginn og reyndi og lyfta boltanum framhjá Danny Gabbidon. Það kom fát á Veilsverjann sem handlék boltann með báðum höndum og dómarinn dæmdi að sjálfsögðu vítaspyrnu. Dirk Kuyt tók vítið og skoraði með föstu skoti á mitt markið! Eftir leik kom í ljós að Dirk hafði í skoti sínu fylgt ráðleggingum Steven Gerrard sem fylgdist með úr stúkunni. Voru báðir brosandi út að eyrum með árangurinn!
Það var ekki fyrr en á 36. mínútu sem West Ham ógnaði marki Liverpool. Carlton Cole fékk þá gott tækifæri eftir fyrirgjöf en skalli hans fór beint í fangið á Jose Reina sem hafði það náðugt í markinu að þessu sinni. Tveimur mínútum seinna gerði Liverpool út um leikinn hafi verið einhver vafi á hvernig hann færi.
Fernando átti þá skot úr þröngu færi sem Robert bjargaði með fótunum. Hann hélt ekki boltanum sem hrökk út á vinstri kant á Paul Konchesky. Hann sendi hárnákvæma sendingu á höfuðið á Maxi Rodriguez og hann skallaði auðveldlega í markið út við stöng. Góður skalli hjá Maxi en hann þurfti ekki að hafa mikið fyrir markinu þar sem hann var einn og óvaldaður. Gestirnir gátu þakkað sínum sæla að vera ekki tveimur eða þremur fleiri mörkum undir þegar flautað var til leikhlés.
Síðari hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrri. Leikmenn Liverpool slökuðu á en maður hefði nú haldið að þeir hefðu átt að láta kné fylgja kviði gegn slökum mótherjum til að laga markatöluna sem er ennþá óhagstæð og það komið fram undir jólaföstu. Fimm mínútum eftir leikhlé hefði Fernando aftur átt að fá víti þegar skot hans fór, líkt og í fyrri hálfleik, fór í hendina á Danny. Ekkert var þó dæmt að þessu sinni. Fátt gerðist markvert þar til á 68. mínútu. Maxi komst þá inn í vítateiginn vinstra megin og lyfti boltanum framhjá Robert en hann smaug framhjá fjærstönginni.
Fjórum mínútum síðar átti Fernando fallegt skot utan teigs, eftir að hafa snúið varnarmann snaggaralega af sér, sem Robert varði meistaralega í þverslá. Boltinn hrökk út, sóknin hélt áfram og Christian Poulsen fékk boltann vel utan vítateigs. Daninn, sem lék vel, þrykkti að marki og boltinn stefndi upp í hornið en Robert var aftur mættur og varði með því að slá boltann framhjá stönginni í horn. Eftir þetta fjaraði leikurinn smá saman út. Það var helst að varamaðurinn Fabio Aurelio, sem lék sinn fyrsta leik í langan tíma, væri nærgöngull við mark West Ham. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk hann fínt færi eftir fyrirgjöf Ryan Babel frá hægri en skalli hans hitti ekki markið. Öruggur og góður sigur Liverpool var tryggður strax í fyrri hálfleik en nú þarf liðið að fara að ná einhverjum sigrum á útivöllum!
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Konchesky, Kuyt, Meireles (Shelvey 83. mín.), Poulsen, Maxi, Torres (Babel 84. mín.) og Ngog (Aurelio 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Kyrgiakos, Kelly og Eccleston.
Mörk Liverpool: Glenn Johnson (18. mín.), Dirk Kuyt, víti, (27. mín.) og Maxi Rodriguez (38. mín.).
West Ham United: Green, Jacobsen, Gabbidon, Upson, Ilunga (Tomkins 76. mín.), Piquionne, Noble, Kovac, Boa Morte, Obinna (Barrera 46. mín.) og Cole (McCarthy 69. mín.). Ónotaðir varamenn: Stech, Reid, Spector og Nouble.
Gult spjald: Mark Noble.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.024.
Maður leiksins: Maxi Rodriguez. Argentínumaðurinn átti mjög góðan leik og skoraði mark. Maxi hélt líka áfram í síðari hálfleik að herja á Hamrana og reyna að bæta við marki. Maxi hefur ekki allt virst nógu sterkur til þess að leika í ensku knattspyrnunni en hann naut sín í þessum leik.
Roy Hogdson: Það var mikilvægt að vinna og mér fannst við gera það með nokkrum tilþrifum. Við náðum þeim þremur stigum sem við þurftum og við gerðum það með því að bæði spila vel og sýna mikla fagmennsku.
Fróðleikur.
- Jamie Carragher lék sinn 650. leik á ferli sínum með Liverpool.
- Glen Johnson skoraði í fyrsta sinn á þessu keppnistímabili.
- Dirk Kuyt skoraði þriðja markið sitt.
- Maxi Rodriguez skoraði annað mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var þriðja mark hans fyrir Liverpool en það fyrsta á Anfield Road.
- Þegar liðin mættust á sama stað á síðustu leiktíð urðu úrslitin nákvæmlega þau sömu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan