Mark spáir í spilin
Liverpool v West Ham United
Steven Gerrard spilar ekki með og það gæti verið að Fernando Torres verði líka fjarri góðu gamni. Þetta gæti haft mikið að segja. Hjá West Ham verða menn ánægðir með að mæta liði Liverpool, án Steven og Fernando, sem hefur leikið af meðalmennsku hingað til á leiktíðinni. Liverpool lék mjög vel gegn Chelsea en eftir fylgdu mjög slakir leikir gegn Wigan og Stoke.
West Ham þarf að vinna einhverja leiki því það hefur aðeins unnið einn hingað til á allri leiktíðinni. Liðið hefur leikið þokkalega á útivöllum og liðið var óheppið í leikjum sínum gegn Wolves og Arsenal. Í síðasta þætti Leiks dagsins kölluðum við liðið Scott Parker United því hann er búinn að vera ótrúlega góður. Því miður hefur hann ekki getað dregið aðra í liðinu með sér en liðið væri um miðja deild ef aðrir væru álíka góðir og hann. Liverpool verður að vinna til að snúa blaðinu við. Þess vegna spái ég Liverpool naumum heimasigri. En þó ég setji upp Liverpool húfuna mína þá er ég ekki alveg sannfærður.
Spá: 1:0.
Til minnis!
- Enginn leikmaður Liverpool hefur tekið þátt í öllum leikjunum á leiktíðinni.
- David Ngog hefur skorað sjö mörk fyrir Liverpool og hefur enginn annar skorað meir.
- Steven Gerrard og Fernando Torres hafa annað hvort skorað eða lagt upp öll deildarmörk Liverpool nema það fyrsta á þessari leiktíð.
- Liverpool vann báða leiki sína við West Ham United á síðasta keppnistímabili.
- Markatala Liverpool er ennþá óhagstæð og hefur verið frá því eftir annan deildarleik.
Síðast!
Fréttamenn gerðu mikið úr því að Liverpool skyldi vinna á mánudagskvöldi, undir stjórn Rafael Benítez, en staðreyndin var sú að liðið hafði unnið áður á þessum vikudegi. Liverpool vann 3:0 með mörkum Yossi Benayoun, David Ngog og svo einu frá gestunum sem Robert Green sá um. Daginn eftir var haldið upp í ferðalag á landi, undir sjó og loks í lofti til Madrídar. Eyjafjallajökull var að gjósa!
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!