| Sf. Gutt
Dirk Kuyt er miður sín eftir tapið gegn Blackpool í gær. Hann segir úrslitin ein þau verstu sem hann hefur upplifað frá því hann kom til Liverpool.
,,Þetta voru gríðarleg vonbrigði og líklega voru þetta ein verstu úrslit sem ég hef upplifað frá því ég kom hingað og við kennum í brjósti um stuðningsmennina. Fyrsta atriðið fyrir okkur er að fara að vinna leiki á nýjan leik. Þá fyrst er hægt að koma lagi á hlutina."
,,Framkvæmdastjórinn er búinn að vera stutt hérna og við verðum að halda áfram vinnu okkar. Á hinn bóginn er ég alveg viss um að þessi reynsla mun styrkja okkur."
Allt er þetta rétt hjá Dirk Kuyt en hann og félagar hans verða að láta verkin tala þegar þeir mæta til leiks á nýjan leik eftir landsleikjahléið. Svona ömurleg framganga er ekki líðandi hjá leikmönnum sem leika fyrir hönd Liverpool Football Club.
TIL BAKA
Dirk miður sín

,,Þetta voru gríðarleg vonbrigði og líklega voru þetta ein verstu úrslit sem ég hef upplifað frá því ég kom hingað og við kennum í brjósti um stuðningsmennina. Fyrsta atriðið fyrir okkur er að fara að vinna leiki á nýjan leik. Þá fyrst er hægt að koma lagi á hlutina."
,,Framkvæmdastjórinn er búinn að vera stutt hérna og við verðum að halda áfram vinnu okkar. Á hinn bóginn er ég alveg viss um að þessi reynsla mun styrkja okkur."
Allt er þetta rétt hjá Dirk Kuyt en hann og félagar hans verða að láta verkin tala þegar þeir mæta til leiks á nýjan leik eftir landsleikjahléið. Svona ömurleg framganga er ekki líðandi hjá leikmönnum sem leika fyrir hönd Liverpool Football Club.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan