| Heimir Eyvindarson

Dæmið okkur í maí

Joe Cole hefur engar áhyggjur af rólegri byrjun Liverpool í deildinni. Hann er viss um að liðið eigi eftir að ná sér á strik.

Cole sér enga ástæðu til að fara á taugum þótt Liverpool liðið sé í 16. sæti Úrvalsdeildarinnar með einungis 5 stig eftir jafnmarga leiki, sem er versta byrjun liðsins síðan 1992.

,,Við erum að komast í gang. Dæmið okkur í maí", segir Cole í viðtali við SKY Sports.

,,Við höfum verið að streða, það er rétt, en við erum með talsvert af nýjum mannskap og nýjan þjálfara auk þess sem Fernando Torres er að komast í gang eftir erfið meiðsli. Við þurfum aðeins meiri tíma. Það er heldur ekki hægt að líta fram hjá því að við höfum fengið mjög erfiða leiki í upphafi mótsins. Staða okkar í deildinni núna gefur engan veginn rétta mynd af því sem koma skal."

Cole neitar því að óvissan um eignarhald félagsins hafi neikvæð áhrif á leikmennina.

,,Við skiptum okkur ekkert af þeim málum. Okkar hlutverk er að spila fótbolta og við reynum að gera okkar besta. Við spiluðum á köflum ágætlega á móti Manchester United, sérstaklega í síðari hálfleik. Mér finnst við vera á réttri leið."

,,Við töpuðum fyrir góðu liði og senter sem átti toppdag. Það getur alltaf gerst og algjör óþarfi hjá okkur að vera að hengja haus yfir því. Við verðum að taka með okkur það jákvæða úr leiknum í gær og byggja ofan á það. Ef okkur tekst það þá er ég ekki í nokkrum vafa um að við eigum eftir að gera góða hluti í vetur. Það er engin ástæða til að örvænta strax."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan