| Sf. Gutt

Damien Plessis seldur

Franski miðjumaðurinn Damien Plessis var í dag seldur og varð þriðji leikmaður Liverpool til að fara til Grikklands í sumar. Áður höfðu þeir Albert Riera og Krisztian Nemeth verið seldir þangað.  

Damien Plessis gekk til liðs við Panathinaikos en kaupverð er ekki gefið upp eins tíðkast svo mjög nú til dags. Damien kom til Liverpool frá Lyon sumarið 2007. Hann þótti efni í traustan varnarsinnaðan miðjumann en náði ekki að festa sig í sessi enda mikið úrval miðjumanna hjá Liverpool. Hann lék alls átta leiki með aðalliði Liverpool og skoraði eitt mark.

Við óskum Damien Plessis góðs gengis hjá nýja félaginu sínu. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan