| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Líkt og mörg síðustu keppnistímabil hefur verið ákveðið að birta spár Mark Lawrenson hér á Liverpool.is. Spár hans hafa verið vel lesnar hér á síðunni. Mark spáir um alla leiki Úrvalsdeildarinnar á vefsíðu BBC.

                              Liverpool v Arsenal 

Eftir tímabil vonbrigða hjá Liverpool frá janúar fram í maí, sem endaði með því að Rafael Benítez fór og leit tók við af eftirmanni, virðist sem að það sé að birta yfir félaginu. Roy Hodgson náði að telja Steven Gerrard og Fernando Torres á að vera áfram og fékk svo Joe Cole til félagsins. Hann losaði sig líka við nokkra miðlungsmenn sem styrktu liðið ekki. Svo gæti hann fengið peninga í nýja menn til viðbótar ef Javier Mascherano verður seldur eins og allt útlit er á.

Liðið hans Roy á þó erfiðan leik fyrir höndum í fyrstu umferð þegar það mætir Arsenal undir stjórn Arsene Wenger. Ég hugsa að Arsene telji sig vanta eins og tvo menn í viðbót. Ég tel að liðið eigi eftir að eiga mjög góða leiktíð og enn betri gæti hún orðið ef þeir gætu keypt markmanninn Mark Schwarzer og einn miðvörð.

Ég á von á skemmtilegum leik sem á eftir að gefa stuðningsmönnum beggja liða von um góða tíð framundan. Ég er ekki viss um að Fernando Torres byrji leikinn en ef hann er laus við meiðsli þá finnst mér að hann ætti að spila því eftir því sem hann spilar fleiri leik því fyrr nær hann að komast í góða leikæfingu.

                                                                                   Spá: 1:1.                                                                       

                                                                                  Til minnis!

- Arsenal vann Liverpool í þrígang á síðasta keppnistímabili. Báða deildarleikina og svo Deildabikarleik að auki. 

- Liverpool hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari eftir að hafa mætt Arsenal í fyrstu umferð!

- Jose Reina hefur aldrei haldið markinu hreinu gegn Skyttunum.

- Liverpool spilar í fyrsta sinn á Anfield Road í fyrstu umferð í sjö ár.
 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan