| Sf. Gutt

Ekki spurning!

Roy Hodgson segir það ekki hafa verið spurningu að reyna að fá Christian Paulsen til Liverpool. Hann hefur mikið álit á Dananum sem hann þekkir vel.

,,Christian er alhliðaleikmaður Hann getur skorað mörk, spilað boltanum vel og leikið góða vörn. Ég ætla honum alls ekki að leika eina ákveðna stöðu á vellinum."

,,Christian er mjög góður leikmaður og hér hjá Liverpool þurfum við á eins mörgum góðum leikmönnum að halda og mögulegt er. Ástæðan er sú að við viljum spila boltanum upp miðjuna."
 
,,Liverpool hefur alltaf verið þekkt fyrir að spila góða knattspyrnu með gott samspil í öndvegi þar sem boltinn gengur vel milli manna og liðsmenn vinna fyrir hvorn annan. Svona knattspyrna hefur verið stolt félagsins í gegnum tíðina. Þessi leikstíll á ekki eftir að breytast á meðan ég verð framkvæmdastjóri og aðrir framkvæmdastjórar eiga ekki heldur eftir að breyta þessari hefð."

Roy Hodgson þekkir vel til Christian Paulsen. Roy þjálfaði hann sem ungan leikmann hjá FC Kaupmannahöfn. Christian vann sinn fyrsta titil undir stjórn Roy þegar Kaupmannahöfn varð danskur meistari árið 2000. Roy hefur alla tíð síðan haft mikið álit á miðjumanninum og var ákveðinn að ná honum til Liverpool þegar færi gafst.
 
,,Ég hugsaði mig ekki um þegar ég heyrði að hann væri hugsanlega falur fyrir, að okkur fannst, sanngjarnt verð. Við þurfum að ná eins mörgum góðum leikmönnum til okkar og við getum. Gefist færi á góðum mönnum verður maður að grípa gæsina því annars gæti maður séð eftir því."
 
Hér eru myndir frá blaðamannafundinum í dag þegar Christian Paulsen var kynntur sem leikmaður Liverpool. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan