Tap í Þýskalandi
Liverpool tapaði 1:0 fyrir Kaiserslautern í Þýskalandi. Þýska liðið var sterkari aðilinn og vann sanngjarnan sigur.
Leikurinn byrjaði fjörlega. Strax á fyrstu andartökunum komst David Ngog í færi eftir varnarmistök en hann skaut framhjá. Hinu megin slapp leikmaður heimamanna inn á vítateig en Diego sló skot hans yfir. Heimamenn, sem spila í efstu deild í Þýskalandi, náðu smá saman undirtökunum og þeir komust yfir á 32. mínútu. Vörn Liverpool svaf á verðinum og Búlgarinn Ilian Micanski skoraði með laglegri hælspyrnu af stuttu færi. Ekki var meira skorað fram að leikhléi.
Síðari hálfleikur var tíðindalaus að heita má og ekkert hættulegt færi skapaðist. Guðlaugur Victor Pálsson lék síðustu fjórtán mínúturnar. Þýska liðið var sterkara allan síðari hálfleikinn og í heild var sigur þess sanngjarn.
Liverpool: Cavalieri, Kelly (Ince 68. mín.), Ayala, Kyrgiakos (Irwin 76. mín.), Darby, Jovanovic (Degen 46. mín.), Spearing (Guðlaugur Victor 76. mín.), Leiva (Shelvey 74. mín.), Amoo, Ngog (Dalla Valle 74. mín.) og Eccleston (Robinson 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi og Hansen.
Roy Hodgson: Þetta var framúrskarandi frammistaða hjá þessum ungu strákum. Ég er vonsvikinn fyrir þeirra hönd vegna þess hve hve duglegir og baráttuglaðir þeir voru. Við gáfum þeim klaufalegt mark þegar og sváfum á verðinum.
Maður leiksins: Jay Spearing stóð sig vel á miðjunni. Hann er vel brúklegur á því svæði.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu

