| Sf. Gutt
Liverpool hefur því miður ekki ennþá leikið á hinum nýja Wembley. Litlu munaði að Jay Spearing yrði fyrstur leikmanna Liverpool til að spila þar með félagsliði. Nokkrir leikmenn Liverpool hafa spilað landsleik á Wembley en Jay átti kost á að komast þangað með lánsliði sínu Leicester.
Refirnir léku við Cardiff City í undanúrslitum um sæti í úrslitaleiknum um sæti í Úrvalsdeildinni. Liðin voru jöfn 3:3 eftir tvo leiki en Cardiff hafði betur 4:3 í vítaspyrnukeppni á heimavelli sínum á miðvikudagskvöldið. Mark Kennedy, sem í eina tíð lék með Liverpool, skoraði úr sinni spyrnu fyrir Cardiff. Jay kom inn á sem varamaður í leiknum. Jack Hobbs, fyrrum leikmaður Liverpool, var fyrirliði Leicester. Cardiff City mætir Blackpool í úrslitaleiknum um sætið eftirsótta í Úrvalsdeildinni.
Jay stóð sig vel hjá Leicester á lánstíma sínum og náði að skora eitt mark. Jay er búinn að leika sjö leiki með Liverpool.
Þess má geta að Stephen Darby á möguleika á að verða fyrsti leikmaður Liverpool til að spila á Wembley. Hann er í láni hjá Swindon sem á í baráttu við Charlton um að komast í úralitaleik um sæti í næst efstu deild. Swindon vann fyrri leikinn í kvöld 2:1.
TIL BAKA
Jay komst ekki á Wembley

Refirnir léku við Cardiff City í undanúrslitum um sæti í úrslitaleiknum um sæti í Úrvalsdeildinni. Liðin voru jöfn 3:3 eftir tvo leiki en Cardiff hafði betur 4:3 í vítaspyrnukeppni á heimavelli sínum á miðvikudagskvöldið. Mark Kennedy, sem í eina tíð lék með Liverpool, skoraði úr sinni spyrnu fyrir Cardiff. Jay kom inn á sem varamaður í leiknum. Jack Hobbs, fyrrum leikmaður Liverpool, var fyrirliði Leicester. Cardiff City mætir Blackpool í úrslitaleiknum um sætið eftirsótta í Úrvalsdeildinni.
Jay stóð sig vel hjá Leicester á lánstíma sínum og náði að skora eitt mark. Jay er búinn að leika sjö leiki með Liverpool.
Þess má geta að Stephen Darby á möguleika á að verða fyrsti leikmaður Liverpool til að spila á Wembley. Hann er í láni hjá Swindon sem á í baráttu við Charlton um að komast í úralitaleik um sæti í næst efstu deild. Swindon vann fyrri leikinn í kvöld 2:1.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan