| Sf. Gutt
Leikmenn Liverpool og föruneyti komust á áfangastað eftir langt ferðalag um hádegisbilið að staðartíma á Spáni. Þá lenti flugvél í Madríd eftir flug frá Bordeaux. Ferðalangarnir fóru ofan eldsnemma í morgun á hóteli í París.
Frá hótelinu var farið með lest suður til Bordeaux en þaðan var sem betur fer hægt að fljúga til Madrídar. Á leiðinni í lestinni hélt Rafael Benítez stuttan blaðamannafund! Blaðamenn höfðu mikið gaman af þeim fundi enda var hann haldinn á óvenjulegum stað. Leikmenn Liverpool æfðu á Vicente Calderon leikvanginum áður en farið var í háttinn.
Rafael Benítez og þeir manna hans, sem hafa tjáð sig, segja ferðalagið hafa verið gott fyrir liðsandann og þjappað liðinu saman.
Javier Mascherano hafði þetta að segja á blaðamannafundi í dag. "Þetta var fín ferð. Við spjölluðum mikið saman á leiðinni. Maður verður að líta á jákvæðu hliðina og kannski er ég búinn að kynnast félögum mínum svolítið betur. Við vorum saman í langan tíma á þessu ferðalagi og höfðum nægan tíma til að hugsa um leikinn. Við vitum að ef við förum rétt að gætum við náð hagstæðum úrslitum. Það er undanúrslitarimma framundan og það þýðir ekkert að afsaka sig með þreytu. Leikurinn er 90 mínútur og við verðum að sýna okkar besta ef við ætlum okkur í úrslit."
Þetta langa ferðalag Liverpool hefur vakið nokkra athygli enda knattspyrnumenn nútímans ekki vanir að þurfa að ferðast langt með rútum og lestum eins og venjulegt fólk. Segja má að þetta óvenjulega ferðalag hafi verið í boði Eyjafjallajökuls!
Hér er stutt ferðasögumyndband af Liverpoolfc.tv með ferð
TIL BAKA
Komnir á áfangastað

Frá hótelinu var farið með lest suður til Bordeaux en þaðan var sem betur fer hægt að fljúga til Madrídar. Á leiðinni í lestinni hélt Rafael Benítez stuttan blaðamannafund! Blaðamenn höfðu mikið gaman af þeim fundi enda var hann haldinn á óvenjulegum stað. Leikmenn Liverpool æfðu á Vicente Calderon leikvanginum áður en farið var í háttinn.
Rafael Benítez og þeir manna hans, sem hafa tjáð sig, segja ferðalagið hafa verið gott fyrir liðsandann og þjappað liðinu saman.
Javier Mascherano hafði þetta að segja á blaðamannafundi í dag. "Þetta var fín ferð. Við spjölluðum mikið saman á leiðinni. Maður verður að líta á jákvæðu hliðina og kannski er ég búinn að kynnast félögum mínum svolítið betur. Við vorum saman í langan tíma á þessu ferðalagi og höfðum nægan tíma til að hugsa um leikinn. Við vitum að ef við förum rétt að gætum við náð hagstæðum úrslitum. Það er undanúrslitarimma framundan og það þýðir ekkert að afsaka sig með þreytu. Leikurinn er 90 mínútur og við verðum að sýna okkar besta ef við ætlum okkur í úrslit."
Þetta langa ferðalag Liverpool hefur vakið nokkra athygli enda knattspyrnumenn nútímans ekki vanir að þurfa að ferðast langt með rútum og lestum eins og venjulegt fólk. Segja má að þetta óvenjulega ferðalag hafi verið í boði Eyjafjallajökuls!
Hér er stutt ferðasögumyndband af Liverpoolfc.tv með ferð
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan