| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Luisao fékk tvö gul spjöld!
Sjónvarpsupptökur frá leik Benfica og Liverpool í gær sýna að dómari leiksins gaf Luisao tvö gul spjöld í leiknum, án þess þó að reka hann út af!
Svíinn Jonas Erikson var heldur betur í sviðsljósinu í Lissabon í gær og margir vilja meina að frammistaða hans hafi reynst Liverpool dýrkeypt. Allavega er ekki hægt að segja annað en að rauða spjaldið sem Ryan Babel fékk að líta eftir um hálftíma leik hafi verið umdeilt, hvað svo sem segja má um aðra dóma hans svo sem gula spjaldið sem Insua fékk og markið sem hann tók af Torres.
Nú hefur komið í ljós að Erikson sýndi Brasilíumanninum Luisao í liði Benfica gula spjaldið tvisvar án þess að reka hann út af!
Upphafið að hamagangnum var gróf tækling Luisao á Fernando Torres. Tækling sem í sjáfu sér hefði alveg getað verðskuldað rautt spjald. Í kjölfarið kom til átaka milli Ryan Babel og Brasilíumannsins, þar sem fúkyrðin gengu á milli. Þær stympingar enduðu þannig að Babel lagði hönd á munn Brassans, eins og til að þagga niður í honum, og uppskar að launum rautt spjald frá Svíanum. Í látunum sýnir Svíinn Luisao einnig gult spjald en virðist hreinlega vera búinn að gleyma því að hafa spjaldað hann fyrir brotið á Torres!
Það er vefsíða stuðningsmanna Liverpool í Noregi sem greinir frá þessu í dag og þar á bæ vanda menn ekki kveðjurnar til sænska dómaratríósins, enda Svíar ekki alltaf í miklum metum hjá nágrönnum sínum! Þeir sem treysta sér til geta lesið umfjöllun Norðmannanna um þetta atvik hér.
Svíinn Jonas Erikson var heldur betur í sviðsljósinu í Lissabon í gær og margir vilja meina að frammistaða hans hafi reynst Liverpool dýrkeypt. Allavega er ekki hægt að segja annað en að rauða spjaldið sem Ryan Babel fékk að líta eftir um hálftíma leik hafi verið umdeilt, hvað svo sem segja má um aðra dóma hans svo sem gula spjaldið sem Insua fékk og markið sem hann tók af Torres.
Nú hefur komið í ljós að Erikson sýndi Brasilíumanninum Luisao í liði Benfica gula spjaldið tvisvar án þess að reka hann út af!
Upphafið að hamagangnum var gróf tækling Luisao á Fernando Torres. Tækling sem í sjáfu sér hefði alveg getað verðskuldað rautt spjald. Í kjölfarið kom til átaka milli Ryan Babel og Brasilíumannsins, þar sem fúkyrðin gengu á milli. Þær stympingar enduðu þannig að Babel lagði hönd á munn Brassans, eins og til að þagga niður í honum, og uppskar að launum rautt spjald frá Svíanum. Í látunum sýnir Svíinn Luisao einnig gult spjald en virðist hreinlega vera búinn að gleyma því að hafa spjaldað hann fyrir brotið á Torres!
Það er vefsíða stuðningsmanna Liverpool í Noregi sem greinir frá þessu í dag og þar á bæ vanda menn ekki kveðjurnar til sænska dómaratríósins, enda Svíar ekki alltaf í miklum metum hjá nágrönnum sínum! Þeir sem treysta sér til geta lesið umfjöllun Norðmannanna um þetta atvik hér.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum!
Fréttageymslan