| Sf. Gutt

Liverpool leikur fyrri leikinn í Evrópurimmu sinni við Benfica í Portúgal núna á skírdagskvöldi. Liverpool á harma að hefna gegn Örnunum. Ástæðan er sú að Benfica sló Liverpool, sem ríkjandi Evrópumeistara, út úr Meistaradeildinni leiktíðina eftir að Evrópubikarinn vannst í fimmta sinn! Benfica vann þá 1:0 í Lissabon og 0:2 í Liverpool.
Benfica hefur leikið frábærlega á þessu keppnistímabili og vann til dæmis Everton heima og á Goodison Park í Evrópudeildinni. Liðið leiðir nú portúgölsku deildina. Rafael Benítez á von á mjög erfiðum leik.
,,Bæði lið eru sterkari en þegar þau mættust síðast. Þeir eru með sterkt lið og eru í efsta sæti í deildinni á undan Porto. Porto var í Meistaradeildinni og þetta sýnir hversu gott lið Benfica er með. Leikurinn fer fram á frábærum leikvangi og stemmningin verður mögnuð. Við vitum að þetta verður erfiður leikur. Þeir hafa ekki verið að tapa leikjum og það er mikið sjálfstraust í liðinu þeirra en það er líka sjálfstraust í okkar herbúðum. Vonandi stöndum við okkur og náum að vinna."
Víst stefnir í erfiðan leik á Ljósvangi og Benfica mun ekki hafa lotið í gras í síðustu 25 leikjum. Liverpool hefur ekki unnið í síðustu fjórum heimsóknum sínum til Portúgals. Nú reynir á en Liverpool þarf að vinna bestu liðin í keppninni ef það á að geta unnið þessa keppni.
TIL BAKA
Harma að hefna!

Liverpool leikur fyrri leikinn í Evrópurimmu sinni við Benfica í Portúgal núna á skírdagskvöldi. Liverpool á harma að hefna gegn Örnunum. Ástæðan er sú að Benfica sló Liverpool, sem ríkjandi Evrópumeistara, út úr Meistaradeildinni leiktíðina eftir að Evrópubikarinn vannst í fimmta sinn! Benfica vann þá 1:0 í Lissabon og 0:2 í Liverpool.Benfica hefur leikið frábærlega á þessu keppnistímabili og vann til dæmis Everton heima og á Goodison Park í Evrópudeildinni. Liðið leiðir nú portúgölsku deildina. Rafael Benítez á von á mjög erfiðum leik.
,,Bæði lið eru sterkari en þegar þau mættust síðast. Þeir eru með sterkt lið og eru í efsta sæti í deildinni á undan Porto. Porto var í Meistaradeildinni og þetta sýnir hversu gott lið Benfica er með. Leikurinn fer fram á frábærum leikvangi og stemmningin verður mögnuð. Við vitum að þetta verður erfiður leikur. Þeir hafa ekki verið að tapa leikjum og það er mikið sjálfstraust í liðinu þeirra en það er líka sjálfstraust í okkar herbúðum. Vonandi stöndum við okkur og náum að vinna."
Víst stefnir í erfiðan leik á Ljósvangi og Benfica mun ekki hafa lotið í gras í síðustu 25 leikjum. Liverpool hefur ekki unnið í síðustu fjórum heimsóknum sínum til Portúgals. Nú reynir á en Liverpool þarf að vinna bestu liðin í keppninni ef það á að geta unnið þessa keppni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur
Fréttageymslan

