| Sf. Gutt

Martin illa meiddur!

Slóvakinn Martin Skrtel hefur átt erfitt uppdráttar á þessu keppnistímabili en loksins þegar hann virtist vera að ná sér á strik fór allt á versta veg. Hann lenti í harðri tæklingu í síðari hálfleik gegn Unirea Urziceni, þeytist í loft upp og lá eftir. Í kjölfarið var hann svo borinn af leikvelli. 

Eftir leik var Rafael Benítez spurður út í ástand Martin Skrtel og hann sagðist búast við að hann væri brotinn. Í dag komu svo fréttir sem staðfestu illan grun Rafa. Hann staðfesti þetta á blaðamannafundi. "Við náðum góðum úrslitum en svo fengum við slæmar fréttir af Martin. Hann er búinn að fara í röntgenmyndatöku og þær staðfestu að hann væri ristarbrotinn."

Ekki er vitað hversu lengi Martin verður frá en ristarbrot eru mislengi að gróa. Það má þó búast við hann verði allt upp í tvo mánuði frá æfingum og keppni.

Martin lék frábærlega framan af síðustu leiktíð en varð svo fyrir slæmum hnjámeiðslum sem hann var lengi að ná sér af. Í fyrsta leik á þessu keppnistímabili ráku Martin og Jamie Carragher höfuð sín illa saman og hvort sem það var þeim árekstri að kenna eða ekki þá var Martin ekki sjálfum sér líkur fyrr en í síðustu leikjum. Hann lék frábærlega gegn Manchester City um helgina og Slóvakinn virtist vera kominn á beinu brautina en þá fór allt á versta veg í Rúmeníu. Segja má að Martin hafi ekki getað verið óheppnari. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan