| Sf. Gutt
Rafael Benítez vildi frekar vera að undirbúa lið sitt fyrir lék í Meistaradeildinni þessa vikuna. Þess í stað er hann að búa lið sitt undir leik við rúmenska liðið Unirea Urziceni í Evrópudeildinni. Rafa er samt ákveðinn í að láta liðið sitt finna fyrir sér í deild þeirri sem kennd er við Evrópu.
"Auðvitað vildi ég frekar vera að berjast um titilinn eða í Meistaradeildinni en það þýðir ekki að fást um það. Maður verður að líta jákvætt á hlutina og snúa málum sér í hag. Núna gefst annað tækifæri og við stefnum að því að spila betur. Okkar markmið er að komast áfram í Evrópudeildinni og ná sem bestu sæti í Úrvalsdeildinni."
Liverpool er eitt þeirra liða sem færðust yfir í Evrópudeildina eftir að hafa fallið úr Meistaradeildinni núna fyrir jólin. Margir sparkspekingar telja að Liverpool sé eitt sigurstranglegasta liðið í Evrópudeildinni enda er það þraunreynt í Evrópuleikjum. Rafael Benítez segir að mörg sterk lið séu í keppninni.
“Það eru sterk lið eftir í keppninni. Stuðningsmenn okkar vilja að við vinnum titla og ég er viss um að stemmingin á eftir að aukast ef við komumst í gegnum nokkrar umferðir í keppninni. Evrópudeildin er eini möguleiki okkar til að vinna titil á þessu keppnistímabili og við munum gera okkar besta til að vinna keppnina."
TIL BAKA
Ætlum að berjast í Evrópudeildinni!

"Auðvitað vildi ég frekar vera að berjast um titilinn eða í Meistaradeildinni en það þýðir ekki að fást um það. Maður verður að líta jákvætt á hlutina og snúa málum sér í hag. Núna gefst annað tækifæri og við stefnum að því að spila betur. Okkar markmið er að komast áfram í Evrópudeildinni og ná sem bestu sæti í Úrvalsdeildinni."
Liverpool er eitt þeirra liða sem færðust yfir í Evrópudeildina eftir að hafa fallið úr Meistaradeildinni núna fyrir jólin. Margir sparkspekingar telja að Liverpool sé eitt sigurstranglegasta liðið í Evrópudeildinni enda er það þraunreynt í Evrópuleikjum. Rafael Benítez segir að mörg sterk lið séu í keppninni.
“Það eru sterk lið eftir í keppninni. Stuðningsmenn okkar vilja að við vinnum titla og ég er viss um að stemmingin á eftir að aukast ef við komumst í gegnum nokkrar umferðir í keppninni. Evrópudeildin er eini möguleiki okkar til að vinna titil á þessu keppnistímabili og við munum gera okkar besta til að vinna keppnina."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan