| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tap í höfuðborginni
Hér er síðbúin leikskýrsla frá leiknum gegn Arsenal en liðin leiddu saman hesta sína þann 10. febrúar síðastliðinn. Jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit en það er ekki spurt um það í knattspyrnunni.
Rafael Benítez þurfti að gera breytingar á liðinu frá leiknum við Everton vegna þess að Kyrgiakos var í banni. Inn í vörnina kom Martin Skrtel en annars var liðið óbreytt.
Gestirnir byrjuðu ágætlega og smá hætta skapaðist við mark Arsenal manna þegar Steven Gerrard sendi boltann fyrir markið úr aukaspyrnu og Martin Skrtel náði að skalla boltann en Almunia náði til knattarins áður en meiri hætta skapaðist.
Heimamenn fengu svipað færi skömmu síðar er William Gallas skallaði yfir úr góðu færi eftir aukaspyrnu Fabregas. Nicklas Bendtner átti svo skot yfir úr ágætis færi er hann komst í góða stöðu í vítateig Liverpool manna.
Fyrri hálfleikur fór að miklu leyti fram á miðju vallarins og voru sóknartilburðir liðanna ekki mjög miklir. Maxi Rodriguez náði skoti að marki heimamanna og virtist boltinn fara í höndina á Thomas Vermaelen en Howard Webb dæmdi hornspyrnu. Fátt markvert gerðist meira í fyrri hálfleik og gengu liðin því til leikhlés með stöðuna markalausa.
Leikmenn Liverpool byrjuðu síðari hálfleikinn betur og þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af honum sendi Steven Gerrard David Ngog í gegn með góðri sendingu, Frakkinn ungi hélt aftur af Vermaelen og var að komast í góða skotstöðu þegar William Gallas bjargaði á síðustu stundu. Heimamenn hresstust við þetta og Thomas Rosicky hefði jafnvel átt að gera betur mínútu síðar er hann komst einn í gegn. Hann missti sem betur fer boltann of langt frá sér.
Nicklas Bentdner fékk svo gott færi eftir að sending frá honum sjálfum rataði aftur til hans en Reina gerði vel í að verja og Daniel Agger hreinsaði frá.
Lið Liverpool varð svo fyrir áfalli þegar Jamie Carragher þurfti að fara af velli meiddur og inná í hans stað kom Philipp Degen. Þetta átti eftir að reynast örlagaríkt því heimamenn skoruðu svo eina mark leiksins á 71. mínútu. Sending kom fyrir markið frá Thomas Rosicky af hægri kanti og Abou Diaby stökk manna hæst og skallaði boltann framhjá Reina. Þarna sváfu varnarmenn Liverpool á verðinum og var þeim refsað fyrir það.
Ryan Babel kom inná sem varamaður og hann frískaði aðeins uppá sóknarleik Liverpool. Hann náði hörkuföstu skoti að marki en Almunia gerði vel í að slá boltann sem hafnaði í slánni. Maxi Rodriguez hefði svo átt að gera betur er hann fékk boltann í fæturna inní vítateig og hafði hann meiri tíma en hann hélt, hann skaut strax að marki en skotið var laflaust og auðvelt fyrir Almunia.
Í viðbótartíma fengu Liverpoolmenn svo aukaspyrnu á hættulegum stað eftir að Dirk Kuyt hafði verið hrint. Steven Gerrard tók spyrnuna og verður það að teljast nokkuð ótrúlegt að Howard Webb skyldi ekki hafa séð boltann fara í hönd Fabregas en fyrirliði Arsenal manna setti höndina greinilega í veg fyrir boltann. Howard Webb dæmdi líka fyrri leik liðanna á Anfield og þar sleppti hann einnig augljósri vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Það má því segja að Webb hafi reynst Liverpool örlagaríkur dómari gegn Arsenal á tímabilinu. Leikmenn Liverpool mótmæltu en höfðu ekki erindi sem erfiði. Webb flautaði leikinn af nokkrum sekúndum síðar og heimamenn fögnuðu mikilvægum sigri.
Arsenal: Almuna, Clichy, Gallas, Vermaelen, Eboue, Song, Diaby, Fabregas, Arshavin (Walcott, 68. mín), Nasri (Rosicky 34. mín), Bendtner (Sagna 82. mín). Ónotaðir varamenn: Fabianski, Traore, Campbell og Denilson.
Mark Arsenal: Abou Diaby (72. mín.).
Gul spjöld: Clichy, Bendtner og Fabregas.
Liverpool: Reina, Carragher (Degen 55. mín.), Skrtel, Agger, Insua, Lucas (Babel 78. mín.), Mascherano, Rodriguez, Kuyt, Gerrard, Ngog. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Aurelio, Kelly, Spearing og Riera.
Gul spjöld: Rodriguez og Degen.
Áhorfendur á Emirates Stadium: 60.045.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn leiddi lið sitt sem best hann gat og var hann hættulegasti leikmaður liðsins í leiknum. Gerrard hefur ekki verið að spila sem allra best á þessu tímabili en það er óskandi hann sé að komast í sitt besta form.
Rafael Benítez: ,,Þegar maður tapar þá er maður auðvitað vonsvikinn. Það er alltaf erfitt að spila við Arsenal og oftast hafa þeir boltann mikinn hluta af leiknum. En mér fannst við spila vel. Við vörðumst vel og fengum nokkur færi. Við fengum tvö eða þrjú tækifæri til að gera betur og við settum pressu á þá, sérstaklega undir lokin. Við erum einnig mjög vonsviknir með atvikið þegar boltinn fór í höndina á Fabregas. Þetta var svo augljóst. Ég sá þetta endursýnt og dómarinn var rétt hjá þessu."
- Arsenal unnu báðar rimmur liðanna í deildinni þetta tímabilið.
- Arsenal vann svo Liverpool líka í Deildabikarnum þannig að Skytturnar höfðu þrívegis betur gegn Liverpool á þessu tímabili.
- Liverpool hefur ekki unnið Arsenal á útivelli síðan árið 2000.
- Sem fyrr léku þeir Lucas Leiva, Dirk Kyut og Jose Reina og hafa þeir leikið alla leiki liðsins í deildinni á tímabilinu.
Rafael Benítez þurfti að gera breytingar á liðinu frá leiknum við Everton vegna þess að Kyrgiakos var í banni. Inn í vörnina kom Martin Skrtel en annars var liðið óbreytt.
Gestirnir byrjuðu ágætlega og smá hætta skapaðist við mark Arsenal manna þegar Steven Gerrard sendi boltann fyrir markið úr aukaspyrnu og Martin Skrtel náði að skalla boltann en Almunia náði til knattarins áður en meiri hætta skapaðist.
Heimamenn fengu svipað færi skömmu síðar er William Gallas skallaði yfir úr góðu færi eftir aukaspyrnu Fabregas. Nicklas Bendtner átti svo skot yfir úr ágætis færi er hann komst í góða stöðu í vítateig Liverpool manna.
Fyrri hálfleikur fór að miklu leyti fram á miðju vallarins og voru sóknartilburðir liðanna ekki mjög miklir. Maxi Rodriguez náði skoti að marki heimamanna og virtist boltinn fara í höndina á Thomas Vermaelen en Howard Webb dæmdi hornspyrnu. Fátt markvert gerðist meira í fyrri hálfleik og gengu liðin því til leikhlés með stöðuna markalausa.
Leikmenn Liverpool byrjuðu síðari hálfleikinn betur og þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af honum sendi Steven Gerrard David Ngog í gegn með góðri sendingu, Frakkinn ungi hélt aftur af Vermaelen og var að komast í góða skotstöðu þegar William Gallas bjargaði á síðustu stundu. Heimamenn hresstust við þetta og Thomas Rosicky hefði jafnvel átt að gera betur mínútu síðar er hann komst einn í gegn. Hann missti sem betur fer boltann of langt frá sér.
Nicklas Bentdner fékk svo gott færi eftir að sending frá honum sjálfum rataði aftur til hans en Reina gerði vel í að verja og Daniel Agger hreinsaði frá.
Lið Liverpool varð svo fyrir áfalli þegar Jamie Carragher þurfti að fara af velli meiddur og inná í hans stað kom Philipp Degen. Þetta átti eftir að reynast örlagaríkt því heimamenn skoruðu svo eina mark leiksins á 71. mínútu. Sending kom fyrir markið frá Thomas Rosicky af hægri kanti og Abou Diaby stökk manna hæst og skallaði boltann framhjá Reina. Þarna sváfu varnarmenn Liverpool á verðinum og var þeim refsað fyrir það.
Ryan Babel kom inná sem varamaður og hann frískaði aðeins uppá sóknarleik Liverpool. Hann náði hörkuföstu skoti að marki en Almunia gerði vel í að slá boltann sem hafnaði í slánni. Maxi Rodriguez hefði svo átt að gera betur er hann fékk boltann í fæturna inní vítateig og hafði hann meiri tíma en hann hélt, hann skaut strax að marki en skotið var laflaust og auðvelt fyrir Almunia.
Í viðbótartíma fengu Liverpoolmenn svo aukaspyrnu á hættulegum stað eftir að Dirk Kuyt hafði verið hrint. Steven Gerrard tók spyrnuna og verður það að teljast nokkuð ótrúlegt að Howard Webb skyldi ekki hafa séð boltann fara í hönd Fabregas en fyrirliði Arsenal manna setti höndina greinilega í veg fyrir boltann. Howard Webb dæmdi líka fyrri leik liðanna á Anfield og þar sleppti hann einnig augljósri vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Það má því segja að Webb hafi reynst Liverpool örlagaríkur dómari gegn Arsenal á tímabilinu. Leikmenn Liverpool mótmæltu en höfðu ekki erindi sem erfiði. Webb flautaði leikinn af nokkrum sekúndum síðar og heimamenn fögnuðu mikilvægum sigri.
Arsenal: Almuna, Clichy, Gallas, Vermaelen, Eboue, Song, Diaby, Fabregas, Arshavin (Walcott, 68. mín), Nasri (Rosicky 34. mín), Bendtner (Sagna 82. mín). Ónotaðir varamenn: Fabianski, Traore, Campbell og Denilson.
Mark Arsenal: Abou Diaby (72. mín.).
Gul spjöld: Clichy, Bendtner og Fabregas.
Liverpool: Reina, Carragher (Degen 55. mín.), Skrtel, Agger, Insua, Lucas (Babel 78. mín.), Mascherano, Rodriguez, Kuyt, Gerrard, Ngog. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Aurelio, Kelly, Spearing og Riera.
Gul spjöld: Rodriguez og Degen.
Áhorfendur á Emirates Stadium: 60.045.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn leiddi lið sitt sem best hann gat og var hann hættulegasti leikmaður liðsins í leiknum. Gerrard hefur ekki verið að spila sem allra best á þessu tímabili en það er óskandi hann sé að komast í sitt besta form.
Rafael Benítez: ,,Þegar maður tapar þá er maður auðvitað vonsvikinn. Það er alltaf erfitt að spila við Arsenal og oftast hafa þeir boltann mikinn hluta af leiknum. En mér fannst við spila vel. Við vörðumst vel og fengum nokkur færi. Við fengum tvö eða þrjú tækifæri til að gera betur og við settum pressu á þá, sérstaklega undir lokin. Við erum einnig mjög vonsviknir með atvikið þegar boltinn fór í höndina á Fabregas. Þetta var svo augljóst. Ég sá þetta endursýnt og dómarinn var rétt hjá þessu."
Fróðleiksmolar
- Arsenal unnu báðar rimmur liðanna í deildinni þetta tímabilið.
- Arsenal vann svo Liverpool líka í Deildabikarnum þannig að Skytturnar höfðu þrívegis betur gegn Liverpool á þessu tímabili.
- Liverpool hefur ekki unnið Arsenal á útivelli síðan árið 2000.
- Sem fyrr léku þeir Lucas Leiva, Dirk Kyut og Jose Reina og hafa þeir leikið alla leiki liðsins í deildinni á tímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan