| Ólafur Haukur Tómasson
Sögur hafa borist um netmiðlana að ónefnt ítalsk félag hafi áhuga á að fá miðjumanninn Damien Plessis í sínar raðir. Ekki er vitað hvaða félag um ræðir en aðilar frá félaginu munu hafa verið að fylgjast með leikmanninum í varaliðsleik Liverpool og Manchester City í síðustu viku.
Plessis vakti mikla athygli þegar hann kom óvænt inn í byrjunarlið Liverpool á móti Arsenal á þar síðustu leiktíð og átti þar stórleik. Nokkur önnur tækifæri fylgdu í kjölfarið og hafa þau nýst misjöfnlega. Rafael Benítez hefur staðfest að áhugi sé frá ítölsku liði og að hann gæti jafnvel yfirgefið herbúðir Liverpool.
"Plessis er ungur leikmaður sem er ekki að spila marga leiki. Við vorum að skoða möguleika á lánssamningi en erum að ræða við hann og umboðsmann hans. Við fengum fyrirspurn frá ítölsku liði og við munum reyna að finna bestu niðurstöðuna úr því máli fyrir hann og okkur." sagði Benítez.
Framtíð Ryan Babel hefur verið í mikilli óvissu undanfarin misseri og er talið að Liverpool hafi í hyggju að selja hann til að fjármagna kaup á öðrum leikmönnum. Birmingham og Sunderland eru sögð hafa spurst fyrir eða haft áhuga á Babel en ekkert hefur komið úr þeim viðræðum. Benítez sagði einnig örfá orð um framtíð Babel.
"Við erum að vinna með honum, hann æfir með okkur eins og venjulega og við höfum engar fréttir. Kanski höfum við frekari fréttir áður en félagsskiptaglugganum lokar."
Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum hvort að þeir Plessis og Babel muni fylgja þeim Andriy Voronin og Andrea Dossena sem yfirgáfu Liverpool fyrr í mánuðinum.
TIL BAKA
Rafa segir að Plessis gæti farið

Plessis vakti mikla athygli þegar hann kom óvænt inn í byrjunarlið Liverpool á móti Arsenal á þar síðustu leiktíð og átti þar stórleik. Nokkur önnur tækifæri fylgdu í kjölfarið og hafa þau nýst misjöfnlega. Rafael Benítez hefur staðfest að áhugi sé frá ítölsku liði og að hann gæti jafnvel yfirgefið herbúðir Liverpool.
"Plessis er ungur leikmaður sem er ekki að spila marga leiki. Við vorum að skoða möguleika á lánssamningi en erum að ræða við hann og umboðsmann hans. Við fengum fyrirspurn frá ítölsku liði og við munum reyna að finna bestu niðurstöðuna úr því máli fyrir hann og okkur." sagði Benítez.
Framtíð Ryan Babel hefur verið í mikilli óvissu undanfarin misseri og er talið að Liverpool hafi í hyggju að selja hann til að fjármagna kaup á öðrum leikmönnum. Birmingham og Sunderland eru sögð hafa spurst fyrir eða haft áhuga á Babel en ekkert hefur komið úr þeim viðræðum. Benítez sagði einnig örfá orð um framtíð Babel.
"Við erum að vinna með honum, hann æfir með okkur eins og venjulega og við höfum engar fréttir. Kanski höfum við frekari fréttir áður en félagsskiptaglugganum lokar."
Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum hvort að þeir Plessis og Babel muni fylgja þeim Andriy Voronin og Andrea Dossena sem yfirgáfu Liverpool fyrr í mánuðinum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan