| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Birmingham enn á eftir Babel
Fregnir frá Englandi herma að Birmingham hafi í dag gert þriðju tilraun að krækja í Ryan Babel frá Liverpool.

Slúðurblaðið Daily Mirror segir að Alex McLeish stjóri Birmingham hafi hækkað boð sitt í Hollendinginn og einnig boðið Babel betri laun en um var talað í fyrstu tveimur tilboðunum. Þá segist blaðið hafa heimildir fyrir því að Babel hafi loforð frá McLeish upp á að hann fái að spila sem framherji, ef af félagaskiptunum verður.
Sagt er að Tottenham, Besiktas og Galatasaray hafi einnig sýnt Babel áhuga og McLeish vilji gera allt sem í sínu valdi stendur til að verða fyrri til að tryggja sér krafta hans.
Blaðið nefnir ekki mögulegt kaupverð en talið er að það verði í kringum 10 milljónir punda.
Peningana mun Liverpool, samkvæmt heimildum blaðsins, nota til að kaupa Kenwyne Jones frá Sunderland.
Annað slúðurblað, Daily Mail, fullyrðir að Jones vilji ólmur komast til Liverpool og segir að 10 milljónir punda muni duga Liverpool til að ganga frá þeim kaupum. Blaðamaður Daily Mirror fullyrðir hinsvegar að 10 milljónir dugi ekki til og Sunderland fari fram á að minnsta kosti 14 milljónir punda fyrir kappann.
Við sjáum hvað setur, en víst er að Liverpool þarf nauðsynlega á nýjum framherja að halda þar sem Fernando Torres verður frá næstu sex vikurnar.

Slúðurblaðið Daily Mirror segir að Alex McLeish stjóri Birmingham hafi hækkað boð sitt í Hollendinginn og einnig boðið Babel betri laun en um var talað í fyrstu tveimur tilboðunum. Þá segist blaðið hafa heimildir fyrir því að Babel hafi loforð frá McLeish upp á að hann fái að spila sem framherji, ef af félagaskiptunum verður.
Sagt er að Tottenham, Besiktas og Galatasaray hafi einnig sýnt Babel áhuga og McLeish vilji gera allt sem í sínu valdi stendur til að verða fyrri til að tryggja sér krafta hans.
Blaðið nefnir ekki mögulegt kaupverð en talið er að það verði í kringum 10 milljónir punda.
Peningana mun Liverpool, samkvæmt heimildum blaðsins, nota til að kaupa Kenwyne Jones frá Sunderland.
Annað slúðurblað, Daily Mail, fullyrðir að Jones vilji ólmur komast til Liverpool og segir að 10 milljónir punda muni duga Liverpool til að ganga frá þeim kaupum. Blaðamaður Daily Mirror fullyrðir hinsvegar að 10 milljónir dugi ekki til og Sunderland fari fram á að minnsta kosti 14 milljónir punda fyrir kappann.
Við sjáum hvað setur, en víst er að Liverpool þarf nauðsynlega á nýjum framherja að halda þar sem Fernando Torres verður frá næstu sex vikurnar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður
Fréttageymslan