| Sf. Gutt
Lengi getur vont versnað. Það var ekki nóg með að leikur Liverpool í gærkvöldi hefði verið til skammar. Þrír markahæstu menn liðsins eru nú úr leik eftir að hafa meiðst í þessum hörmungarleik.
Fernando Torres meiddist á hné og nú er ljóst að hann þarf í aðgerð til að laga meiðslin. Hann verður frá í sex vikur eða svo.
Steven Gerrard tognaði aftan í læri og reiknað er með að hann verði úr leik í hálfan mánuð hið minnsta.
Yossi Benayoun verður frá í upp undir mánuð. Hann brákaði rifbein í leiknum.
Þessir þrír leikmenn hafa skorað flest mörk Liverpool hingað til á keppnistímabilinu en það er deginum ljósara að þeir munu ekki bæta við mörkum næstu vikurnar!
TIL BAKA
Lengi getur vont versnað!

Fernando Torres meiddist á hné og nú er ljóst að hann þarf í aðgerð til að laga meiðslin. Hann verður frá í sex vikur eða svo.
Steven Gerrard tognaði aftan í læri og reiknað er með að hann verði úr leik í hálfan mánuð hið minnsta.
Yossi Benayoun verður frá í upp undir mánuð. Hann brákaði rifbein í leiknum.
Þessir þrír leikmenn hafa skorað flest mörk Liverpool hingað til á keppnistímabilinu en það er deginum ljósara að þeir munu ekki bæta við mörkum næstu vikurnar!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian!
Fréttageymslan