| Sf. Gutt
Liverpool lagði Everton að velli í grannaslag á sunnudaginn. Jamie Carraher segir að sigurinn hafi verið mjög mikilvægur fyrir Liverpool. Jamie sagði meðal annars þetta í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina eftir sigurinn góða.
"Mér fannst, ef satt skal segja, við vera aðeins betra liðið en þetta var alls ekki frábær leikur. Þetta var dæmigerður derby leikur. Mikið um háar sendingar og svo var barist um fráköstin. Það var mikil barátta á kostnað góðrar knattspyrnu."
"Sigurin var mjög mikilvægur. Úrslit í leikjunum í gær voru okkur hagstæð og við áttuðum okkur á því að þarna gafst gott færi til að þoka okkur upp töfluna. Við erum ekki búnir að spila eins vel og við hefðum viljað á þessu keppnistímabili en við getum bætt úr því. Vonandi koma þessir tveir sigrar, sem við höfum unnið núna, okkur á bragðið en það er mikið verk óunnið."
Jamie Carragher var eins og klettur í vörn Liverpool gegn Everton. Framan af leiktíð þótti hann ekki spila eins vel og hann á að sér en hann er búinn að vera sjálfum sér líkur í síðustu leikjum og hann er vonandi að ná sér á strik.
TIL BAKA
Mikilvægur sigur

"Mér fannst, ef satt skal segja, við vera aðeins betra liðið en þetta var alls ekki frábær leikur. Þetta var dæmigerður derby leikur. Mikið um háar sendingar og svo var barist um fráköstin. Það var mikil barátta á kostnað góðrar knattspyrnu."
"Sigurin var mjög mikilvægur. Úrslit í leikjunum í gær voru okkur hagstæð og við áttuðum okkur á því að þarna gafst gott færi til að þoka okkur upp töfluna. Við erum ekki búnir að spila eins vel og við hefðum viljað á þessu keppnistímabili en við getum bætt úr því. Vonandi koma þessir tveir sigrar, sem við höfum unnið núna, okkur á bragðið en það er mikið verk óunnið."
Jamie Carragher var eins og klettur í vörn Liverpool gegn Everton. Framan af leiktíð þótti hann ekki spila eins vel og hann á að sér en hann er búinn að vera sjálfum sér líkur í síðustu leikjum og hann er vonandi að ná sér á strik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan