| Sf. Gutt

Umsagnir



Það er alltaf gaman að lesa umsagnir fjölmiðla um leikmenn. Vefsíða Guardian gaf leikmönnum Liverpool þessar umsagnir eftir leikinn magnaða gegn Manchester United.

JOSE REINA

Strandboltum, með skilaboðum gegn amerísku eigendunum, rigndi niður af The Kop fyrir leikinn. Hann hafði meira að gera við að koma þeim í burtu en að verja frá leikmönnum United eftir að leikurinn hófst. Hann varð þó að vera vel á verði og hreinsa upp sem aftasti maður. Einkunn: 6.

GLEN JOHNSON

Honum var augljóslega skipað að vera ekki of sókndjarfur því United var með tvo sóknarmenn. Varnarleikur hans var traustari fyrir bragðið. Einkunn: 7

JAMIE CARRAGHER - Maður leiksins! 

Hann var heppinn að fá ekki rautt spjald fyrir að hnoða gamla félaga sinn Michael Owen niður. Þar fyrir utan þá stakk hann rækilega upp í þá sem hafa verið að gagnrýna hann. Hann var sterkur í loftinu og grjótharður í tæklingum sínum. Einkunn: 8.

DANIEL AGGER

Hann kom með ró og kænsku í vörnina sem hefur vantað þegar Martin Skrtel hefur verið í henni upp á síðkastið. Daninn var mjög vel vakandi og það setti Dimitar Berbatov út af laginu. Einkunn: 7.
 
EMILIANO INSUA

Hann gerði tvö mistök snemma í leiknum og það hafði áhrif á sjálfstraust hans. Hann sótti þó smá saman í sig veðrið í baráttu sinni við Antonio Valencia en sendingar hans voru ekki alltaf góðar. Einkunn: 5

YOSSI BENAYOUN

Leiknir og liprir menn fengu ekki mikið pláss í leiknum en Ísraelsmaðurinn átti stórkostlega sendingu á Fernando þegar hann skoraði fyrsta markið. Var stundum of mikið með einhverja takta sem ekki gengu upp. Einkunn: 7.

JAVIER MASCHERANO

Hann er að byrjað að ná sér á strik eftir að hafa verið slakur framan af leiktíðinni. Varði vörn sína áföllum á snjallan hátt en það sama er ekki hægt að segja um miðjumenn United. Stóð sig með sóma þar til honum var vikið af velli í viðbótartíma. Einkunn: 7.

LUCAS LEIVA

Lét strax til sín taka í baráttunni á miðjunni. Vann þindarlaust við að hjálpa vörninni en var líka skapandi eins og vel kom í ljós þegar hann lagði upp markið hans David Ngog sem innsiglaði sigurinn. Einkunn: 8.
 
FABIO AURELIO

Val hans sýndi að Rafael Benítez lagði upp með að fá festu í liðið og stöðva hið slæma gengi þess. Hann hjálpaði Emiliano vel og átti góðar sendingar sem komu United úr jafnvægi. Einkunn: 7.

DIRK KUYT

Hann var mjög einbeittur en það skorti á að klára færin sem hann fékk. Fór illa með tvö mjög góð færi til að koma Liverpool yfir í fyrri hálfleik. Hélt vörn United við efnið með því að vera alltaf á ferðinni. Einkunn: 6.

FERNANDO TORRES

Hann var ekki alltaf nógu einbeittur og stóð ekki alveg nógu vel í lappirnar á köflum. Svo var hann auðvitað ekki almennilega leikfær. Hann sá þó um það atvik í leiknum sem skipti sköpum. Hann skoraði markið sitt á stórglæsilegan hátt. Hann hefur reynst standa fyllilega undir kaupverði sínu. Einkunn: 8.

Varamenn Liverpool: David Ngog kom inn fyrir Fernando Torres á 81. mínútu. Martin Skrtel kom inn fyrir Yossi Benayoun á 90. mínútu.





 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan