| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Sumir myndu segja að hnífarnir væru komnir á loft! Að minnsta kosti standa öll spjót, löng sem stutt, á Rafael Benítez. Þau hin sömu beinast líka að eigendum Liverpool Fottball Club. Undirliggjandi óánægja, stuðningsmanna Liverpool, með margt kraumar ekki lengur. Núna sýður og bullar upp úr. Þetta gæti að minnsta kosti verið mat margra fjölmiðlamanna og þeir smjatta vel á öllu saman.

Fátt er betur fallið til að sameina alla þegar svona árar en grannaslagur gegn Everton eða þá Manchester United. Það eru einmitt Rauðu djöflarnir sem taka hús á Rauða hernum á sunnudaginn. Það er alltaf mikið undir þegar þessir fornu fjéndur mætast og þessi leikur er engin undanteknig í þeim efnum. Liverpool kemur illa fyrir kallað til leiks eftir hrakfarir í síðustu leikjum en allt hefur gengið Manchester United í hag á sama tíma. Margir telja að það geti ekki verið verra að mæta Manchester United en núna. Aðrir segja að þetta sé góður tími til að mæta liðinu. Eitt er þó öruggt. Allir sem standa að Liverpool F.C. munu leggjast saman á árarnar í þessu verkefni!!!


Fróðleiksmolar...

- Liverpool hefur nú tapað fjórum síðustu leikjum sínum í öllum keppnum.

- Slíkt hefur ekkert gerst frá því undir vor 1987.

- Manchester United hefur ekki lotið í gras í síðustu ellefu leikjum.

- Manchester United hefur aðeins fengið á sig tvö mörk á útivöllum á leiktíðinni.

- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða átta talsins.

- Rafael Benítez mun stjórna Liverpool í 200. sinn í deildarleik.

- Í þeim 199 deildarleikjum sem hann hefur stjórnað Liverpool hefur hann fagnað sigri 113 sinnum. Spá Mark Lawrenson

Liverpool v Manchester United

Fernando Torres og Glen Johnson verða trúlega leikfærir og það verður mikill styrkur fyrir Liverpool að fá þá til leiks. Fernando mun bæta stemmninguna í búningsherberginu. Liverpool hefur nú tapað síðustu fjórum leikjum en slíkt getur gerst. Það furðulega er að þessi leikur, grannaslagur við óvininn sem býr í aðeins 35 mílna fjarlægð, gæti verið góður til að koma sér upp úr lægðinni.
 
Ég sé ekkert annað í spilunum en að þessi leikur endi með jafntefli. Þau úrslit myndu stoppa taphrinuna hjá Liverpool og þau væru heldur ekki slæm fyrir United. Þetta gæti orðið bragðmikil rimma!

Úrskurður:  Liverpool v Manchester United 1:1.

Hér eru myndir úr nokkrum leikjum Liverpool og Manchester United af vefsíðu Guardian.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan