| Birgir Jónsson
TIL BAKA
Spearing hungrar í fleiri mínútur
Jay Spearing hjálpaði Liverpool að komast áfram í fjórðu umferð í Carling-bikarnum og játaði eftir það að hann væri "hungraður í meira."
Þessi 20 ára gamli leikmaður frá Wirral lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði í 1-0 sigrinum í erfiðum leik gegn Leeds á Elland Road í gærkvöldi. Spearing, sem kom úr Academíunni, hefur verið hjá liðinu í rúman áratug, kom tvisvar inn á sem varamaður í Meistaradeildinni á síðasta tímabili en hefði ánægju af því að fá tækifæri til að sýna hvað hann getur frá byrjun.
"Þetta var mjög sérstakt kvöld fyrir mig persónulega," sagði hann.
"Miðað við það sem við vorum að gera á æfingasvæðinu á mánudaginn virtist líklegt að ég mundi spila en ég vissi það ekki fyrir víst fyrr en við komum á hótelið í dag(gær). Það er frábært að spila á velli eins og þessum og andrúmsloftið var ótrúlegt allar 90 mínúturnar. Ég fann meira fyrir spenningi en taugunum þegar ég fór að hita upp og í lokin fannst mér eins og ég hefði staðið mig ágætlega. Ég veit að ég verð að taka hvert tækifæri sem ég fæ og vonandi hef ég sannað fyrir sjálfum mér, stuðningsmönnunum og stjóranum að ég get spilað í aðalliðinu. Þessi dagur hefur verið lengi að koma og ég hef þurft að vinna mikið fyrir honum. Ég vissi samt sem áður að dagurinn mundi koma og ég vil að þetta sé sá fyrsti af mörgum."
Spearing veit að árangur Liverpool í Carling bikarnum er samhangandi við hversu mörg tækifæri hann fær á tímabilinu.
Leeds gerðu hlutina erfiða fyrir Liverpool en vel klárað mark David Ngog um miðjan síðari hálfleik kláraði leikinn.
"Við náum í úrslitin sem við þurfum og þetta var mjög erfiður leikur," sagði Spearing.
"Þetta var góð liðsframmistaða í kvöld og við börðumst fyrir þessu. David gerði vel í að skora. Hann sneri sér frábærlega og setti hann fram hjá markverðinum. Þetta er það sem hann var fenginn til að gera og hann er með alvöru markanef.
Við þurfum að komast áfram til að menn eins og ég fáum fleiri leiki. Við byrjuðum með mig sem einn af þremur miðjumönnum en við vorum of þéttir þar þannig að stjórinn sagði mér að færa mig örlítið framar og koma mér í holuna fyrir aftan sóknarmennina. Ég vinn baki brotnu við að sýna stjóranum hvers ég er megnugur. Vonandi sá hann nóg í kvöld og ég mun fara að spila stærra hlutverk."
Þessi 20 ára gamli leikmaður frá Wirral lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði í 1-0 sigrinum í erfiðum leik gegn Leeds á Elland Road í gærkvöldi. Spearing, sem kom úr Academíunni, hefur verið hjá liðinu í rúman áratug, kom tvisvar inn á sem varamaður í Meistaradeildinni á síðasta tímabili en hefði ánægju af því að fá tækifæri til að sýna hvað hann getur frá byrjun.
"Þetta var mjög sérstakt kvöld fyrir mig persónulega," sagði hann.
"Miðað við það sem við vorum að gera á æfingasvæðinu á mánudaginn virtist líklegt að ég mundi spila en ég vissi það ekki fyrir víst fyrr en við komum á hótelið í dag(gær). Það er frábært að spila á velli eins og þessum og andrúmsloftið var ótrúlegt allar 90 mínúturnar. Ég fann meira fyrir spenningi en taugunum þegar ég fór að hita upp og í lokin fannst mér eins og ég hefði staðið mig ágætlega. Ég veit að ég verð að taka hvert tækifæri sem ég fæ og vonandi hef ég sannað fyrir sjálfum mér, stuðningsmönnunum og stjóranum að ég get spilað í aðalliðinu. Þessi dagur hefur verið lengi að koma og ég hef þurft að vinna mikið fyrir honum. Ég vissi samt sem áður að dagurinn mundi koma og ég vil að þetta sé sá fyrsti af mörgum."
Spearing veit að árangur Liverpool í Carling bikarnum er samhangandi við hversu mörg tækifæri hann fær á tímabilinu.
Leeds gerðu hlutina erfiða fyrir Liverpool en vel klárað mark David Ngog um miðjan síðari hálfleik kláraði leikinn.
"Við náum í úrslitin sem við þurfum og þetta var mjög erfiður leikur," sagði Spearing.
"Þetta var góð liðsframmistaða í kvöld og við börðumst fyrir þessu. David gerði vel í að skora. Hann sneri sér frábærlega og setti hann fram hjá markverðinum. Þetta er það sem hann var fenginn til að gera og hann er með alvöru markanef.
Við þurfum að komast áfram til að menn eins og ég fáum fleiri leiki. Við byrjuðum með mig sem einn af þremur miðjumönnum en við vorum of þéttir þar þannig að stjórinn sagði mér að færa mig örlítið framar og koma mér í holuna fyrir aftan sóknarmennina. Ég vinn baki brotnu við að sýna stjóranum hvers ég er megnugur. Vonandi sá hann nóg í kvöld og ég mun fara að spila stærra hlutverk."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð! -
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan