Mark spáir í spilin
Burnley hefur nú þegar aflað sér vinsælda stuðningsmanna Liverpool með því að leggja bæði Manchester United og Everton að velli. Vinsældir liðsins myndu enn aukast ef Liverpool næði þremur stigum af því. Reyndar er það nauðsynlegt eins og málin standa!
Fróðleiksmolar...
- Liverpool hefur helmingsárangur úr fjórum fyrstu deildarleikjum sínum.
- Þetta er fyrsti leikur liðanna í deildarkeppni frá því á keppnistímabilinu 1975/76. Allt frá því hefur Burnley verið utan efstu deildar.
- Liverpool vann síðasta deildarleik liðanna á Anfield Road 2:0.
- Liðin mættust síðast í Burnley í F.A. bikarnum á leiktíðinni 2004/05. Burnley vann þá 1:0 en Liverpool varð svo Evrópumeistari um vorið!
- Fernando Torres hefur nú skorað í þremur leikjum Liverpool í röð.
- Burnley endaði í fimmta sæti í næst efstu deild á síðustu leiktíð en liðið komst upp eftir umspil.
- Burnley hefur unnið allar fjórar atvinnumannadeildinar á Englandi. Aðeins Wolverhampton Wanderes hefur líka gert það.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Burnley
Burnley upplifði hinn mikla styrkleikamun á liðum í útileiknum gegn Chelsea fyrir tveimur vikum. En læri menn þar á bæ af svoleiðis leikjum ætti liðið að geta spjarað sig. Það er frábært fyrir liðin, sem eru nýkomin upp, að spila svona stórleiki en þar innbúðar verða menn að muna að þessir leikir ráða ekki hvort liðið fellur eða ekki.
Liverpool vann útisigur á Bolton í síðustu umferð. Liðið var ekki sannfærandi í þeim leik og þarf á því að halda að vinna góðan sigur. Ég held að liðið muni fá mógu mörg færi í leiknum til að geta unnið slíkan sigur.
Úrskurður: Liverpool v Burnley 3:0.
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!