| Sf. Gutt
Liverpool hefur lánað varnarmanninn Mikel San Jose Dominguez til Spánar. Hann verður í heimalandi sínu á næsta keppnistímabili og mun þar spila með Atletico Bilbao. Lánssamningurinn kveður á um að Atletico geti keypt Mikel, eftir keppnistímabilið, lítist mönnum þar á bæ svo á.
Þetta lán á Mikel kemur nokkuð á óvart því miðverðir Liverpool hafa verið í vandræðum með meiðsli í sumar. Daniel Agger er meiddur og þeir Jamie Carragher og Martin Skrtel rétt náðu að vera leikfærir fyrir fyrsta leik. Þeir meiddust svo báðir í gær.
Mikel þykir efnilegur miðvörður og stóð sig vel í æfingaleikjunum í sumar. En ætla má að Rafael Benítez telji þá Daniel Ayala og Martin Kelly betri fyrst hann hefur ákveðið að lána Mikel á þessum tímapunkti. Mikel hefur einu sinni komist á varamannabekk aðalliðsins.
TIL BAKA
Mikel San Jose lánaður

Þetta lán á Mikel kemur nokkuð á óvart því miðverðir Liverpool hafa verið í vandræðum með meiðsli í sumar. Daniel Agger er meiddur og þeir Jamie Carragher og Martin Skrtel rétt náðu að vera leikfærir fyrir fyrsta leik. Þeir meiddust svo báðir í gær.
Mikel þykir efnilegur miðvörður og stóð sig vel í æfingaleikjunum í sumar. En ætla má að Rafael Benítez telji þá Daniel Ayala og Martin Kelly betri fyrst hann hefur ákveðið að lána Mikel á þessum tímapunkti. Mikel hefur einu sinni komist á varamannabekk aðalliðsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan