| Sf. Gutt
Á morgun er komið að kveðjustund. Sami Hyypia mun þá, að öllu forfallalausu, spila sinn 464. og síðasta leik með Liverpool þegar Tottenham Hotspur kemur í heimsókn á Anfield Road. Eftir þann leik hefst nýr kafli á ferli hans þegar hann gengur til liðs við þýska liðið Bayer Leverkusen.
Sami segist vera mjög ánægður með tíu ára feril sinn hjá Liverpool og það eina sem skyggir á ánægjuna er að einn verðlaunapening vantar í safnið. Sami vann allt sem hægt er að vinna með Liverpool utan þess að verða Englandsmeistari.
"Ég er vonsvikinn yfir því að hafa ekki náð þeim verðlaunapeningi í safnið en það er engin eftirsjá í huga mínum. Kannski vinnur liðið titilinn á næstu leiktíð. Þá hefði ég, ef ég hefði verið um kyrrt, kannski bara spilað tíu leiki og hefði hvort sem er ekki fengið verðlaunapening. Þetta spilaði inn í þegar ég tók þá ákvörðun um að fara. Þegar ég kom hingað fyrst átti ég aldrei von á að ég myndi vera hérna í tíu ár og vinna alla þessa titla. Ég vorkenni stuðningsmönnum Liverpool meira að liðið hafi ekki unnið Úrvalsdeildina en mér sjálfum. Ég óska þess að stuðningsmennirnir fái það uppfyllt sem þeir verðskulda."
Sami Hyypia kveður Liverpool á morgun og hann verður kvaddur með virktum. Hann segist þó ekki vilja vera í sviðsljósinu.
"Ég vil alls ekki vera í sviðsljósinu en ég fæ litlu um það ráðið í þessu tilfelli. En það er nú ekki eins og ég sé að setjast í helgan stein og það bíður mín ný áskorun. Þetta verður þó tilfinningarík stund en það er betra að hugsa ekki of mikið um þetta allt fyrir leikinn."
TIL BAKA
Komið að kveðjustund!

Sami segist vera mjög ánægður með tíu ára feril sinn hjá Liverpool og það eina sem skyggir á ánægjuna er að einn verðlaunapening vantar í safnið. Sami vann allt sem hægt er að vinna með Liverpool utan þess að verða Englandsmeistari.
"Ég er vonsvikinn yfir því að hafa ekki náð þeim verðlaunapeningi í safnið en það er engin eftirsjá í huga mínum. Kannski vinnur liðið titilinn á næstu leiktíð. Þá hefði ég, ef ég hefði verið um kyrrt, kannski bara spilað tíu leiki og hefði hvort sem er ekki fengið verðlaunapening. Þetta spilaði inn í þegar ég tók þá ákvörðun um að fara. Þegar ég kom hingað fyrst átti ég aldrei von á að ég myndi vera hérna í tíu ár og vinna alla þessa titla. Ég vorkenni stuðningsmönnum Liverpool meira að liðið hafi ekki unnið Úrvalsdeildina en mér sjálfum. Ég óska þess að stuðningsmennirnir fái það uppfyllt sem þeir verðskulda."
Sami Hyypia kveður Liverpool á morgun og hann verður kvaddur með virktum. Hann segist þó ekki vilja vera í sviðsljósinu.
"Ég vil alls ekki vera í sviðsljósinu en ég fæ litlu um það ráðið í þessu tilfelli. En það er nú ekki eins og ég sé að setjast í helgan stein og það bíður mín ný áskorun. Þetta verður þó tilfinningarík stund en það er betra að hugsa ekki of mikið um þetta allt fyrir leikinn."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan