| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool hélt sínu striki með sigri
Þrátt fyrir að titlvonirnar væru úr sögunni, eftir að Manchester United tryggði varð enskur meistari í gær, héldu leikmenn Liverpool sínu striki í dag og unnu W.B.A. 2:0 á útivelli. Um leið sendu þeir W.B.A. niður úr Úrvalsdeildinni.
West Bromwich Albion mátti ekki tapa í dag ef liðið átti að eiga einhverja von um að halda sér í deildinni. Þessi staðreynd blasti við á upphafsmínútum leiksins því heimamenn börðust eins og ljón og létu mikið að sér kveða. Á 5. mínútu fékk W.B.A. hornspyrnu frá hægri. Boltinn barst yfir á fjærstöng þar sem Jonathan Greening fékk boltann. Hann skaut að marki en Jose Reina var eldsnöggur til og varði. Hann hélt ekki boltanum sem fór aftur út á Jonathan en Jose varði aftur frá honum og nú í horn. Heimamenn héldu áfram að vera grimmir og Liverpool fékk ekki færi fyrr en á 23. mínútu. Steven Gerrard tók þá hronspyrnu frá hægri. Fernando Torres fékk boltann í kjölfarið en varnarmaður komst fyrir skot hans. Heimamenn björguðu svo málunum í kjölfarið.
Liverpool náði svo óvænt forystu á 29. mínútu. Shelton Martis varnarmaður W.B.A. var þá í rólegheitum með boltann fyrir utan vítateig og lítil hætta birtist á ferðum. Hann var þó of rólegur í tíðinni og Steven Gerrard hirti af honum boltann. Steven lét ekki happ úr hendi sleppa og lék inn á teiginn þar sem hann lyfti boltanum af miklu öryggi yfir Dean Kiely markmann W.B.A. Liverpool var komið með yfirhöndina á silfurfati og Steven fagnaði 24. marki sínu á leiktíðinni. Persónulegt markamet hjá Steven en hann hefur aldrei skorað fleiri mörk á sömu leiktíðinni.
Fátt gerðist markvert þar til undir lok hálfleiksins þegar Steven átti góða fyrirgjöf sem Fernando skallaði að marki en Dean var vel á verði í markinu og sló boltann í slá og yfir. Á lokamínútunni varði Dean aftur vel fasta aukaspyrnu sem Daniel Agger tók. Hann hélt ekki boltanum og Yossi náði frákastinu en var dæmdur rangstæður. Liverpool hafði því nauma forystu þegar leikhlé hófst.
Heimamenn gáfu ekki upp alla von og á 52. mínútu fengu þeir gott færi eftir hraða sókn. Juan Carlos Menseguez lauk sókninni með skoti en Jose varði. Á 60. mínútu sluppu tveir leikmenn W.B.A. inn á teig og Juan sendi hann fyrir markið. Þar náði Lucas Leiva að trufla einn leikmann W.B.A. og boltinn hélt áfram för sinn þvert fyrir markið. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu en ekki er gott að segja hvort það hefði verið rétt að dæma víti. Þremur mínútum seinna gerði Liverpool svo allt að því út um leikinn.
Steven sendi á Dirk Kuyt sem fékk boltann á miðjum vallarhelmingi W.B.A. Hollendingurinn fann engan til að senda á, lék framhjá tveimur mönnum og þrumaði svo boltanum neðst í hægra hornið utan vítateigs. Snaggaralega gert hjá Hollendingnum. Tveimur mínútum laumaði Steven boltanum inn á teignn þar sem Lucas lék á varnarmann og skaut en Dean varði í horn.
Heimamenn lögðu ekki árar í bát og sóttu grimmt á lokakaflanum. Á 77. mínútu fengu þeir hornspyrnu. Luke Moore fékk boltann í teginum en þrumuskot hans fór í stöng. Í kjölfarið fékk Marc-Antoine Fortune besta færi leiksins en hann skallaði yfir einn og óvaldaður. Hart var sótt að marki Liverpool og Jamie Carragher komst á síðustu stundu fyrir skot. Hann hundskammaði svo Alvaro Arbeloa sem honum fannst að hefði átt að vera fljótari til varnar. Xabi Alonso gekk á milli en Jamie var bálreiður. Hann ætlaði sannarlega ekki að láta heimamenn skora. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk Ryan Babel algert dauðafæri í teignum eftir gott samspil en varamaðurinn skaut framhjá. Liverpool vann og heimamenn voru daprir í bragði enda fall þeirra orðið staðreynd. Vonbrigði leikmanna Liverpool voru af öðrum toga þrátt fyrir góðan sigur.
West Bromwich Albion: Kiely, Zuiverloon, Martis (Borja Valero 56. mín.), Olsson, Donk, Brunt, Mulumbu (Moore 68. mín.), Greening, Koren, Menseguez og Fortune. Ónotaðir varamenn: Carson, Filipe Teixeira, Meite, Simpson og Wood.
Gul spjöld: Jonathan Greening og Jonas Olsson.
Liverpool: Reina, Arbeloa, Agger, Carragher, Insua, Lucas, Mascherano (Alonso 51. mín.), Kuyt, Gerrard, Benayoun (Ngog 73. mín.) og Torres (Babel 68. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Dossena, Riera og Skrtel.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard (28. mín.) og Dirk Kuyt (63. mín.).
Áhorfendur á The Hawthorns: 26.138.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Knattspyrnumaður ársins skoraði eitt mark og lagði upp annað. Hann var látlaust á ferðinni og var maðurinn á bak við flest bestu færi Liverpool í leiknum.
Rafael Benítez: Við vildum sýna ákveðni og sigurvilja. Við vildum ná nokkrum takmörkum svo sem 83 stigum sem er met í Úrvalsdeildinni. Við vildum ná 13. útisigrinum sem líka er met. Við stefndum að því að skora mörk og halda markinu hreinu til að tryggja okkur annað sætið og vera eins nærri United og mögulegt væri.
Fróðleiksmolar: - Liverpool er í öðru sæti deildarinnar. - Steven Gerrard skoraði 24. mark sitt á leiktíðinni. - Það er persónulegt markamet á einni leiktíð hjá Steven. - Dirk Kuyt skoraði 15. mark sitt á leiktíðinni. - Hann hefur ekki skorað fleiri mörk á einni leiktíð eftir að hann kom til Liverpool. - Liverpool hefur skorað flest mörk í efstu deild eða 74 talsins. - Leikmenn Liverpool hafa verið á skotskónum í síðustu leikjum. Þeir hafa skorað 38 mörk í síðustu tólf leikjum. - Liverpool hefur nú unnið tólf leiki í röð gegn W.B.A. - Þetta var tíundi deildarleikur Liverpool í röð án taps.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
West Bromwich Albion mátti ekki tapa í dag ef liðið átti að eiga einhverja von um að halda sér í deildinni. Þessi staðreynd blasti við á upphafsmínútum leiksins því heimamenn börðust eins og ljón og létu mikið að sér kveða. Á 5. mínútu fékk W.B.A. hornspyrnu frá hægri. Boltinn barst yfir á fjærstöng þar sem Jonathan Greening fékk boltann. Hann skaut að marki en Jose Reina var eldsnöggur til og varði. Hann hélt ekki boltanum sem fór aftur út á Jonathan en Jose varði aftur frá honum og nú í horn. Heimamenn héldu áfram að vera grimmir og Liverpool fékk ekki færi fyrr en á 23. mínútu. Steven Gerrard tók þá hronspyrnu frá hægri. Fernando Torres fékk boltann í kjölfarið en varnarmaður komst fyrir skot hans. Heimamenn björguðu svo málunum í kjölfarið.
Liverpool náði svo óvænt forystu á 29. mínútu. Shelton Martis varnarmaður W.B.A. var þá í rólegheitum með boltann fyrir utan vítateig og lítil hætta birtist á ferðum. Hann var þó of rólegur í tíðinni og Steven Gerrard hirti af honum boltann. Steven lét ekki happ úr hendi sleppa og lék inn á teiginn þar sem hann lyfti boltanum af miklu öryggi yfir Dean Kiely markmann W.B.A. Liverpool var komið með yfirhöndina á silfurfati og Steven fagnaði 24. marki sínu á leiktíðinni. Persónulegt markamet hjá Steven en hann hefur aldrei skorað fleiri mörk á sömu leiktíðinni.
Fátt gerðist markvert þar til undir lok hálfleiksins þegar Steven átti góða fyrirgjöf sem Fernando skallaði að marki en Dean var vel á verði í markinu og sló boltann í slá og yfir. Á lokamínútunni varði Dean aftur vel fasta aukaspyrnu sem Daniel Agger tók. Hann hélt ekki boltanum og Yossi náði frákastinu en var dæmdur rangstæður. Liverpool hafði því nauma forystu þegar leikhlé hófst.
Heimamenn gáfu ekki upp alla von og á 52. mínútu fengu þeir gott færi eftir hraða sókn. Juan Carlos Menseguez lauk sókninni með skoti en Jose varði. Á 60. mínútu sluppu tveir leikmenn W.B.A. inn á teig og Juan sendi hann fyrir markið. Þar náði Lucas Leiva að trufla einn leikmann W.B.A. og boltinn hélt áfram för sinn þvert fyrir markið. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu en ekki er gott að segja hvort það hefði verið rétt að dæma víti. Þremur mínútum seinna gerði Liverpool svo allt að því út um leikinn.
Steven sendi á Dirk Kuyt sem fékk boltann á miðjum vallarhelmingi W.B.A. Hollendingurinn fann engan til að senda á, lék framhjá tveimur mönnum og þrumaði svo boltanum neðst í hægra hornið utan vítateigs. Snaggaralega gert hjá Hollendingnum. Tveimur mínútum laumaði Steven boltanum inn á teignn þar sem Lucas lék á varnarmann og skaut en Dean varði í horn.
Heimamenn lögðu ekki árar í bát og sóttu grimmt á lokakaflanum. Á 77. mínútu fengu þeir hornspyrnu. Luke Moore fékk boltann í teginum en þrumuskot hans fór í stöng. Í kjölfarið fékk Marc-Antoine Fortune besta færi leiksins en hann skallaði yfir einn og óvaldaður. Hart var sótt að marki Liverpool og Jamie Carragher komst á síðustu stundu fyrir skot. Hann hundskammaði svo Alvaro Arbeloa sem honum fannst að hefði átt að vera fljótari til varnar. Xabi Alonso gekk á milli en Jamie var bálreiður. Hann ætlaði sannarlega ekki að láta heimamenn skora. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk Ryan Babel algert dauðafæri í teignum eftir gott samspil en varamaðurinn skaut framhjá. Liverpool vann og heimamenn voru daprir í bragði enda fall þeirra orðið staðreynd. Vonbrigði leikmanna Liverpool voru af öðrum toga þrátt fyrir góðan sigur.
West Bromwich Albion: Kiely, Zuiverloon, Martis (Borja Valero 56. mín.), Olsson, Donk, Brunt, Mulumbu (Moore 68. mín.), Greening, Koren, Menseguez og Fortune. Ónotaðir varamenn: Carson, Filipe Teixeira, Meite, Simpson og Wood.
Gul spjöld: Jonathan Greening og Jonas Olsson.
Liverpool: Reina, Arbeloa, Agger, Carragher, Insua, Lucas, Mascherano (Alonso 51. mín.), Kuyt, Gerrard, Benayoun (Ngog 73. mín.) og Torres (Babel 68. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Dossena, Riera og Skrtel.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard (28. mín.) og Dirk Kuyt (63. mín.).
Áhorfendur á The Hawthorns: 26.138.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Knattspyrnumaður ársins skoraði eitt mark og lagði upp annað. Hann var látlaust á ferðinni og var maðurinn á bak við flest bestu færi Liverpool í leiknum.
Rafael Benítez: Við vildum sýna ákveðni og sigurvilja. Við vildum ná nokkrum takmörkum svo sem 83 stigum sem er met í Úrvalsdeildinni. Við vildum ná 13. útisigrinum sem líka er met. Við stefndum að því að skora mörk og halda markinu hreinu til að tryggja okkur annað sætið og vera eins nærri United og mögulegt væri.
Fróðleiksmolar: - Liverpool er í öðru sæti deildarinnar. - Steven Gerrard skoraði 24. mark sitt á leiktíðinni. - Það er persónulegt markamet á einni leiktíð hjá Steven. - Dirk Kuyt skoraði 15. mark sitt á leiktíðinni. - Hann hefur ekki skorað fleiri mörk á einni leiktíð eftir að hann kom til Liverpool. - Liverpool hefur skorað flest mörk í efstu deild eða 74 talsins. - Leikmenn Liverpool hafa verið á skotskónum í síðustu leikjum. Þeir hafa skorað 38 mörk í síðustu tólf leikjum. - Liverpool hefur nú unnið tólf leiki í röð gegn W.B.A. - Þetta var tíundi deildarleikur Liverpool í röð án taps.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum!
Fréttageymslan