| Sf. Gutt

Steven á við meiðsli að stríða

Steven Gerrard á við meiðsli að stríða í nára og hann mun varla sér sér góðum af þeim áður en þessi leiktíð er úti. Steven er í liðshópnum fyrir leikinn við Blackburn Rovers í dag en það næsta víst er að hann mun ekki spila allan leikinn og svo er óvíst um hvort hann getur spilað allan tímann gegn Chelsea í Meistaradeildinni eftir páskana.

Rafael Benítez segir að nú verði að úthugsa hvert skref í því hvernig eiga að nota Steven út leiktíðina þannig að meiðslin versni ekki það mikið að hann missi af leikjum. "Við vissum af meiðslunum fyrir fyrir leikinn við Chelsea á miðvikudaginn. Meiðslin eru þess eðlis að það verður ekki auðvelt fyrir hann að spila tvo leiki á fjórum dögum. Við þurfum að ákveða hvort við notum hann gegn Blackburn eða Chelsea. Þó að hann spili gegn Blackburn þá þýðir það ekki hann geti ekki tekið þátt í Meistaradeildarleiknum en við verðum að meta stöðuna fyrir hvern leik. Svo væri hægt að láta hann vera á bekknum og við myndum svo nota hann ef við þyrftum á að halda. Ef honum finnst að hann geti spilað þá gerir hann það og við skoðum svo stöðuna eftir leik. En það er viss áhætta fólgin í að láta hann spila og það væri mikið áfall ef meiðslin yrðu svo slæm að hann myndi missa af tveimur eða þremur vikum."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan