| Birgir Jónsson

Riera: "Skemmtileg pressa"

Albert Riera lofar því að Liverpool muni spila bæði með stillingu og ástríðu þegar hinir fimmfölduEvrópumeistarar njóta hinnar "skemmtilegu pressu" í kvöld þegar liðið mætir erkifjendum sínum Chelsea í átta-liða úrslitum Meistaradeildinnar. Eftir að hafa skorað í síðustu tveimur leikjum sínum, þar á meðal sigurmark á lokamínútunum fyrir Spán gegn Tyrklandi í Istanbul, er hinn 26 ára gamli Riera fullur sjálfstrausts þegar hann horfir til leiksins á Anfield í kvöld. Samt sem áður telur hann að sigrarnir gegn Chelsea fyrr á leiktíðinni muni ekki telja neitt þegar liðin mætast í Meistaradeildinni fimmta tímabilið í röð í útsláttarkeppni.

"Við munum spila með hjartanu og höfðinu. Þessi tegund leikja í Meistaradeildinni eru ekkert líkir leikjum í Úrvalsdeildinni", sagði Riera, sem snýr til baka úr eins leiks banni, en hann missti af 4-0 sigrinum gegn Real Madrid vegna þess. "Í Úrvalsdeildinni spilar þú í 90 mínútur til að ná þremur stigum. Í Meistaradeildinni spilum við á Anfield, en verðum einnig að hugsa um seinni leikinn. Þessi leikur verður mjög mikilvægur, en útileikurinn mun skera úr um hver heldur áfram keppni."

Margir leikmanna Liverpool eiga blendnar minningar af tilfinningaþrungnum Meistaradeildarleikjum gegn Chelsea á síðustu árum, með tvo undanúrslitasigra, 2005 og 2007, til að horfa til, en einnig þau vonbrigði að missa af sæti í úrslitaleiknum á síðasta tímabili. Fyrir Riera er þetta þó óskrifað blað, þar sem hann kom frá RCD Espanyol í september á síðasta ári.

"Ég veit að liðin hafa dregist saman oft áður og þetta verður erfitt fyrir okkur, en einnig fyrir þá. Ef þú vilt komast í úrslitaleikinn þá verður þú að mæta góðum liðum. Chelsea er eitt þeirra og ef við ætlum að komast áfram verðum við að sigra þá."

Þar sem Liverpool eru í átta-liðaúrslitum og aðeins einu stigi á eftir Manchester United í Úrvalsdeildinni, trúir Riera því að andinn í liðinu gæti varla verið betri.

"Stundum höfum við verið í lykilstöðu og stundum aðeins á eftir Manchester United, en nú erum við fullir sjálfstrausts. Við erum að spila vel og við verðum að halda því áfram næsta einn og hálfan mánuð til loka tímabilsins. Persónulega fyrir mig þá er barátta fyrir titlum mjög góð. Þetta er sú pressa sem við viljum, þetta er "skemmtileg pressa"."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan