| Sf. Gutt
Liverpool og Chelsea hefja fimmtu Evrópurimmu sína á síðustu fimm leiktíðum á Anfield Road á morgun. Liðin gjörþekkja hvort annað og það má búast við geysilega jöfnum leikjum. Rafael Benítez, framkvæmdastjóri Liverpool, vill að leikmenn sínir byrji af krafti gegn Chelsea annað kvöld með það að markmiði að ná frumkvæðinu í rimmunni.
"Liðin eru búin að spila 20 sinnum saman síðustu fimm árin og þekkjast því mjög vel. Þess vegna verða þetta erfiðari leikir en aðrir. Við munum örugglega ekki getað komið þeim neitt á óvart en við verðum að byrja af krafti og spila hratt ef við mögulega getum. Þetta ætlum við að reyna því við höfum stuðningsmenn okkar með okkur. Við eigum eftir að eiga góða möguleika ef við náum að byrja af jafn miklum krafti og skapa okkur jafn mörg færi og við gerðum gegn Real. En Chelsea er með gott lið og það býr mikil reynsla í liðinu. Þetta verður áhugaverður leikur."
TIL BAKA
Byrjum af krafti!

"Liðin eru búin að spila 20 sinnum saman síðustu fimm árin og þekkjast því mjög vel. Þess vegna verða þetta erfiðari leikir en aðrir. Við munum örugglega ekki getað komið þeim neitt á óvart en við verðum að byrja af krafti og spila hratt ef við mögulega getum. Þetta ætlum við að reyna því við höfum stuðningsmenn okkar með okkur. Við eigum eftir að eiga góða möguleika ef við náum að byrja af jafn miklum krafti og skapa okkur jafn mörg færi og við gerðum gegn Real. En Chelsea er með gott lið og það býr mikil reynsla í liðinu. Þetta verður áhugaverður leikur."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan