| Sf. Gutt

Brad Friedel sýndi Liverpool virðingu

Brad Friedel, fyrrum markvörður Liverpool, sýndi gamla félaginu sínu mikla virðingu um daginn þegar hann kom á Anfield Road með Aston Villa. 

Brad bar þá sorgarborða, einn leikmanna Villa, til minngar um Bryce Morrison ritara Liverpool F.C. Fyrir leikinn var Bryce minnst með einnar mínútu þögn og allir leikmenn Liverpool báru sorgarbönd.

Eins og allir muna þá var Brad rekinn af leikvelli í síðari hálfleik þegar hann braut á Fernando Torres og dæmd var vítaspyrna. Brad reyndi reyndar að koma í veg fyrir að hann myndi brjóta á Fernando. Spánverjinn komst ekki framhjá Brad og þeir rákust saman. Dómarinn gat því ekki annað en dæmt vítaspyrnu. Brad var rekinn af velli, fyrir framan The Kop, og flestum fannst það harður dómur. Stuðningsmenn Liverpool sýndu Brad samúð með því að klappa fyrir Bandaríkjamanninum þegar hann gekk af leikvelli. Ekki er ólíklegt að sú virðing sem Brad sýndi Liverpool hafi átt sinn þátt í því. Leikmenn Liverpool fóru svo sem ekki vel með hann en Brad mátti sækja boltann fjórum sinnum í markið í 5:0 sigri Liverpool!

Enska knattspyrnusambandinu sneri þó dómnum um rauða spjaldið við og tók það til baka. Brad, sem lék 31 leik með Liverpool, fer því ekki í leikbann og getur haldið áfram að bæta Úrvalsdeildarmet sitt í næsta leik. Brad er búinn að leika 182 deildarleiki í röð sem er Úrvalsdeildarmet. Næsti leikur hans verður að öllum líkindum gegn Manchester United á Old Trafford um næstu helgi. Vonandi gengur Brad sem allra best í þeim leik! 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan