| Sf. Gutt

Höldum okkar striki!

Steven Gerrard skoraði þrennu þegar Liverpool færðist nær toppnum með 5:0 sigri á Aston Villa. Hann var auðvitað ánægður með sigurinn sem hann hélt að yrði ekki svona stór 

"Við áttum ekki von á svona stórum sigri og við hefðum alveg sætt okkur við 1:0 sigur fyrir leikinn. Villa hefur stórgóðu liði á að skipa þrátt fyrir að hafa ekki gengið vel að undanförnu. Okkur tókst að skora snemma og við náðum svo að fylgja því eftir."

Steven Gerrard lék mjög vel eins og svo oft á þessari leiktíð. Hann skoraði þrjú mörk í fyrsta sinni í deildarleik. Hann segir að Liverpool verði að halda sínu striki í titilbaráttunni.

"Auðvitað fannst mér gaman að skora þrennu en í dag var mikilvægast að vinna sigur í leiknum og ná þremur stigum. Nú skiptir mestu að missa ekki einbeitinguna. Manchester United gæti vel unnið alla leikina sem þeir eiga eftir. Þess vegna verðum við að einbeita okkur að okkur sjálfum, halda áfram að vinna okkar leiki, fylgja þeim eftir og halda áfram að setja pressu á þá. Kannski verður aðeins erfiðara fyrir þá að spila sína leiki ef þeir vita að við erum tilbúnir að sækja ef þeim fáum við færi á því. Allir vita að við erum að spila mjög vel um þessar mundir. Við höfum verið að vinna sannfærandi sigra en við verðum að halda áfram að einbeita okkur að einum leik í einu."

Steven Gerrard er nú búinn að skora 21 mark á leiktíðinni og er það í þriðja sinn sem hann hefur skorað meira en 20 mörk á sömu sparktíðinni.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan