| Heimir Eyvindarson
Rafael Benítez brýnir fyrir leikmönnum sínum að einbeita sér að viðureigninni gegn Aston Villa í dag, ekki meistaradeildarslagnum við Chelsea.
Benítez gerir sér grein fyrir því að það er komin spenna í leikmannahópinn vegna fréttanna um að enn eitt árið muni Chelsea og Liverpool eigast við í meistaradeildinni, en vill að menn leggi þá leiki til hliðar og snúi sér að því að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Aston Villa.
,,Staða okkar hefur breyst á nokkrum dögum. Nú eigum við skyndilega aftur raunhæfa möguleika á því að vinna ensku deildina og það er auðvitað algjört forgangsmál hjá félaginu."
,,Við tökum einn leik í einu og næsta skref er að ná í öll stigin þrjú í leiknum við Villa. Ef það tekst þá sjáum við einfaldlega hvað setur, pressan er ekki á okkur lengur."
,,Kannski náum við árangri bæði í Meistaradeildinni og heima fyrir, en í dag er deildin það eina sem skiptir máli. Við megum ekki láta truflast af öðrum hlutum. Aðalatriðið er að við erum í góðu formi núna og það eru allir tilbúnir í slaginn."
TIL BAKA
Einbeitum okkur að Aston Villa, ekki Chelsea

Benítez gerir sér grein fyrir því að það er komin spenna í leikmannahópinn vegna fréttanna um að enn eitt árið muni Chelsea og Liverpool eigast við í meistaradeildinni, en vill að menn leggi þá leiki til hliðar og snúi sér að því að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Aston Villa.
,,Staða okkar hefur breyst á nokkrum dögum. Nú eigum við skyndilega aftur raunhæfa möguleika á því að vinna ensku deildina og það er auðvitað algjört forgangsmál hjá félaginu."
,,Við tökum einn leik í einu og næsta skref er að ná í öll stigin þrjú í leiknum við Villa. Ef það tekst þá sjáum við einfaldlega hvað setur, pressan er ekki á okkur lengur."
,,Kannski náum við árangri bæði í Meistaradeildinni og heima fyrir, en í dag er deildin það eina sem skiptir máli. Við megum ekki láta truflast af öðrum hlutum. Aðalatriðið er að við erum í góðu formi núna og það eru allir tilbúnir í slaginn."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!
Fréttageymslan