| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Babel: Ég reyni að læra af Torres
Hollendingurinn ungi Ryan Babel hefur leikið á báðum köntunum á tíma sínum hjá Liverpool og einstaka sinnum í fremstu víglínu en hann hefur aldrei farið leynt með drauma sína um að vera framherji hjá Liverpool. Hann telur sig núna vera tilbúinn að spila sem framherji reglulega og reynir hvað hann getur að læra af því að fylgjast með Fernando Torres í leikjum.
"Ég verð að vera hreinskilinn, ég veit að Fernando er framherji númer eitt hér hjá Liverpool, það leikur enginn vafi á því. Það eru margir leikir á tímabilinu og ég vil geta sannað að geti líka spilað sem framherji.
Fernando hefur frábærar hreyfingar og það er það sem gerir hann að þeim leikmanni sem hann er. Það er klárlega staða sem ég gæti gert betur í svo ég fylgist alltaf með honum á æfingum. Ég gæti líka gert betur í skotunum með vinstri fæti, og Fernando er einnig góður með báða fætur svo ég reyni líka að fylgjast með því hvernig hann hreyfir líkamann á sér þegar hann skýtur boltanum.
Ég verð að segja mér reglulega að ég er aðeins 22 ára gamall, það getur verið mjög auðvelt að gleyma því.
Það er gott fyrir mig að ég hef verið að spila meira sem framherji vegna þess að það er staðan sem mér líður best í og ég vil geta spilað þar reglulega. Ég hef mikinn tíma fyrir mér og það eru fleiri leikmenn í liðinu sem að eru reynslumeiri og góðir í þessari stöðu.
Ég er þó ánægður með að spila hvar sem er á vellinum svo fremur sem ég er að spila." sagði Ryan Babel.
Ryan hefur skorað þrjú mörk á tímabilinu, tvö þeirra komu í Úrvalsdeildinni og eitt í Meistaradeildinni. Á síðasta tímabili skoraði hann tíu mörk og þó að hlutverk hans í lðinu hafi minnkað á tímabilinu þá munu tækifærin þó líklegast koma núna þar sem að Robbie Keane hefur yfirgefið félagið. Hvort að Ryan sé framherjinn sem Liverpool hefur verið að leita af til að spila við hlið Fernando Torres, það mun tíminn leiða í ljós.
"Ég verð að vera hreinskilinn, ég veit að Fernando er framherji númer eitt hér hjá Liverpool, það leikur enginn vafi á því. Það eru margir leikir á tímabilinu og ég vil geta sannað að geti líka spilað sem framherji.
Fernando hefur frábærar hreyfingar og það er það sem gerir hann að þeim leikmanni sem hann er. Það er klárlega staða sem ég gæti gert betur í svo ég fylgist alltaf með honum á æfingum. Ég gæti líka gert betur í skotunum með vinstri fæti, og Fernando er einnig góður með báða fætur svo ég reyni líka að fylgjast með því hvernig hann hreyfir líkamann á sér þegar hann skýtur boltanum.
Ég verð að segja mér reglulega að ég er aðeins 22 ára gamall, það getur verið mjög auðvelt að gleyma því.
Það er gott fyrir mig að ég hef verið að spila meira sem framherji vegna þess að það er staðan sem mér líður best í og ég vil geta spilað þar reglulega. Ég hef mikinn tíma fyrir mér og það eru fleiri leikmenn í liðinu sem að eru reynslumeiri og góðir í þessari stöðu.
Ég er þó ánægður með að spila hvar sem er á vellinum svo fremur sem ég er að spila." sagði Ryan Babel.
Ryan hefur skorað þrjú mörk á tímabilinu, tvö þeirra komu í Úrvalsdeildinni og eitt í Meistaradeildinni. Á síðasta tímabili skoraði hann tíu mörk og þó að hlutverk hans í lðinu hafi minnkað á tímabilinu þá munu tækifærin þó líklegast koma núna þar sem að Robbie Keane hefur yfirgefið félagið. Hvort að Ryan sé framherjinn sem Liverpool hefur verið að leita af til að spila við hlið Fernando Torres, það mun tíminn leiða í ljós.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð! -
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan