| Ólafur Haukur Tómasson
Robbie Keane var ekki í leikmannahópi Liverpool sem mætti Everton í fjórðu umferð FA bikarsins síðastliðinn sunnudag. Það vakti mikla athygli af hverju Robbie hafi ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum en hann var í byrjunarliðinu þegar liðin mættust í deildinni vikunni áður og náði ekki að sýna sitt rétta andlit.
Rafael Benítez greindi frá því fyrr í dag að Robbie verði í leikmannahópi liðsins sem sækir Wigan heim annað kvöld og segist hann vonast til þess að Robbie verði á meðal markaskorara í leiknum.
"Robbie fékk frí á sunnudaginn, hann æfði á mánudaginn og í dag eins og venjulega. Hann mun vera í liðinu á morgun. Við erum að hugsa um að nota hann í leiknum og ég mun vera mjög ánægður ef honum tekst að skora gegn Wigan.
Hann leggur mjög hart að sér og mun vera mikilvægur leikmaður fyrir okkur út tímabilið. Hann verður í liðinu svo við þurfum ekki að tala of mikið um hann." sagði Benítez á blaðamannafundi fyrr í dag.
Keane var keyptur til Liverpool í sumar á tæpar tuttugu milljónir punda frá Tottenham og hefur að margra mati ekki staðið undir þeim væntingum sem stuðningsmennirnir höfðu á honum, hann er búinn að skora sjö mörk í 27 leikjum á tímabilinu.
TIL BAKA
Keane í leikmannahópi Liverpool gegn Wigan

Rafael Benítez greindi frá því fyrr í dag að Robbie verði í leikmannahópi liðsins sem sækir Wigan heim annað kvöld og segist hann vonast til þess að Robbie verði á meðal markaskorara í leiknum.
"Robbie fékk frí á sunnudaginn, hann æfði á mánudaginn og í dag eins og venjulega. Hann mun vera í liðinu á morgun. Við erum að hugsa um að nota hann í leiknum og ég mun vera mjög ánægður ef honum tekst að skora gegn Wigan.
Hann leggur mjög hart að sér og mun vera mikilvægur leikmaður fyrir okkur út tímabilið. Hann verður í liðinu svo við þurfum ekki að tala of mikið um hann." sagði Benítez á blaðamannafundi fyrr í dag.
Keane var keyptur til Liverpool í sumar á tæpar tuttugu milljónir punda frá Tottenham og hefur að margra mati ekki staðið undir þeim væntingum sem stuðningsmennirnir höfðu á honum, hann er búinn að skora sjö mörk í 27 leikjum á tímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan