Jermaine ekki sáttur með fá tækifæri
Jermaine Pennant segist óánægður með hversu fá tækifæri hann fékk hjá Rafael Benítez. Hann telur að hugsanlegt sé að útlendingar eigi greiðari leið í lið Liverpool.
"Ég veit ekki hvað Rafa fann að mér. Hann veit að ég bý yfir nægum hæfileikum til að spila í liðinu hans. En það er erfitt að sætta sig við að þurfa allt í einu að æfa einn á báti tveimur árum eftir að hafa spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Margir hjá Liverpool sögðu mér að þeir skildu ekki af hverju ég fengi ekki einu sinni að vera á varamannabekknum. Ég skil það ekki heldur því ég spilaði 34 leiki á síðustu leiktíð en núna fékk ég allt í einu ekkert að spila."
Jermaine var ánægður með að fá tækifæri til að skipta um umhverfi og fara í lán til Portsmouth.
"Ég er kominn hingað til Portsmouth til að reyna að láta að mér kveða og svo eru mér allir vegir færir í júlí þegar samningurinn minn rennur út. Ég held að Liverpool hafi ekki áhuga á að fá mig aftur. Ég hef lítið rætt við Rafa síðustu tvö árin nema þá að bjóða honum góðan dag. Það er þó ekki hægt að gagnrýna hann. Þetta er liðið hans og hann hefur unnið marga titla eins og Meistaradeildina. En fyrir utan þá augljósu þá virðist maður eiga meiri möguleika að komast í liðið ef maður er útlendingur."
Jermaine Pennant er byrjaður að spila með Portsmouth og verður lánsmaður hjá bikarmeisturunum fram á vor. Í sumar ræst svo með hvaða liði hann spilar næstu árin því þá rennur samningur hans við Liverpool út.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum